Ný saga - 01.01.1989, Page 43

Ný saga - 01.01.1989, Page 43
BARNSFEÐRANIR OG EIÐATÖKUR Á 17. ÖLD þeir vita ekki þar til nema þeir barnafeður sannir séu.“ Hann lagði þess í stað til að þeim yrði leyft „að sverja sína sögu urn tíma samgöngunnar... og síðan henni sem barnið fæddi að sverja af sér samræði við aðra «40 menn. Greinargerð biskups virðist ekki hafa haft mikil áhrif. Þó hef ég fundið einn dóm þar sem vísað er í hana. Vorið 1660 full- yrti Sigríður Þormóðsdóttir að Bjarni Pétursson sýslumaður Dalasýslu og Sigurður Snorra- son „hefðu báðir með sig haft um þann kaupskapartíma Anno 1658. “ Bjarni vann sjöttareið gegn framburði hennar 7. maí og hlaut hún tíu vandarhögg fyrir lygina. Sigurði var dæmd- ur lýrittareiður. Hann dvaldist í Hollandi um veturinn en kom fyrir rétt í Svefneyjum 11. maí 1661. Þar athuguðu dómsmenn „bréf þess virðulega Herra M. Brynjólfs Sveinssonar upplesið í Lögréttu á Öxarárþingi Anno 1651.“ Fæðingin var 10. maí 1659, sem þótti fara nærri þeim tíma sem Sigríður bar Sigurði. Honurn var þó ekki gert að sverja fyrir tiltekinn tíma, held- ur lýrittareið minni innan mán- aðar um „að hann hafi aldrei holdlegt samræði með Sigríði Þorvaldsdóttur framið."41 Þegar litlu munaði á fram- burði karls og konu um tíma- lengd voru dómsmenn oft á báðum áttum um það hvort þeirra ætti að fá eið. Á þeim forsendum gat kona jafnvel fengið eið til sönnunar þó Kristniréttur gerði ekki ráð fyrir þeim möguleika. Árið 1681 þótti Guðrún Þorgeirsdóttir „líkari til sanninda" en Ingi- mundur Sigurðsson og var leyft að ættfæra barn sitt með lýritt- areiði. Vigdís Jónsdóttir var tek- in trúanlegri árið 1669 af því Jón Pétursson sem hún lýsti föður hafði áður þverneitað barneignaráburði en síðan ját- að samdægurs. Þegar Ólöf Þor- bjarnardóttir lýsti Berg Sigurðs- son íoður að barni í árslok 1658 játaði hann brotið, en neitaði að Það var vel þekkt að karlar keyptu aðra til að gangast undir faðerni óskilgetinna barna. gangast undir faðernið. Ólöf fullyrti að þau hefðu fýrst legið saman á Pálmasunnudag, 11. apríl 1658. Fáeinum dögum munaði á framburði þeirra og bæði buðu eið. Hún vildi jafn- framt sverja fyrir alla aðra menn síðan hún varð ekkja. Barnið fæddist aðfaranótt 14. desemb- er. Dómsmenn að Ingjaldshóli 13. maí árið eftir gerðu ráð fyrir níu mánaða meðgöngutíma og rniðuðu við að getnaður hefði átt sér stað um rniðjan mars. Áður en kom að dómi viður- kenndi Bergur að þau hefðu fyrst legið saman miðvikudag- inn í páskaviku. Munaði nú að- eins þrern dögum á framburði þeirra og þótti svarið veikja málstað hans því þingmenn sögðu hana ráðvanda. Aðspurð- ur sagðist Bergur ekki vita urn annan mann sem kæmi til greina. Fyrir vikið var Ólöfu dæmdur eiður. Að honurn unn- unt átti Bergur að annast barnið sem „réttur faðir.“ Ekki leist honurn á það, því hann „gekk burt og vildi ei við dóminn vera þar til Ólöf hafði sinn eið unnið, hverju vér ei aftra kunnum.“'í2 MEINSÆRI OG EIÐFALL Meinsæri var að sverja rang- an eið. Það var fátítt í faðernis- málum. Vissulega hafa þó ein- hverjir karlar fengið að sverja fyrir börn sem þeir áttu. Ég hef aðeins fúndið eitt dæmi urn meinsæri á 17. öld. Því miður eru málsatvik óljós, en víst er að um miðja öldina féll Jón Jóns- son í meinsærismál í Eyjaþing- urn á Breiðafirði og viður- kenndi „sitt brot fyrir Guði og kristilegri kirkju þar úti.“ Hann ) <«■***•' j£c%r/xxC****** ? á<9 / '*• **j fij-ÍXt —/l. tnf* **) vje *£f*lji-x-Cu/ tul íJíÍAau''cd f. ui7 Pt. í> 1 1 t ? n “ t-t viJyc>\ -+*/ *t‘»«v itAV ku.x- /tfr cxtttfAxjix j «»»-V pAtxj- t-\) «' tt." I; »ttt' J.-*. ■} eJj, \T‘ * J „ " , -> . . /} w 0t* t /7 h * ''/7 - ' ' JUuirCatxjn fut .-,^’ x** //'*«** Hfú h- * Áður en fólk vann eið var lesið upp skjat um merkingu eiðsins. Meginhluti þess var um það sem vofði yfir fólki sem vann rangan eið. Mikil var í húfi, meðal annars þetta: „Item hver manneskja sem ranglega sver eður heldur ei svarinn eið, hann mótsegir og afsegir Guð föður, Guð son og Guð heilagan Anda og alla Guðs góða heilaga og alla heilaga útvalda engla, gefur sig með lífi og sálu djöflinum og öllum hans selskap I helvítis vald þar að vera og brenna með og hjá þeim í helvítis afgrunni til eilífrar tíðar, hvar helst engin endurlausn er. “ Þennan texta er að finna aftan við elstu dómabók Snæfellsnessýslu, sem oft er vitnað til í greininni. 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.