Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 44

Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 44
Már Jónsson var orðinn sekur um þrjú frillu- lífisbrot, fyrst það sem hann sór ranglega af sér, síðan tvö önnur. Brynjólfur biskup tók málið fyr- ir að Staðarhóli 9- september 1656 og úrskurðaði að Jón mætti fá aflausn fyrir öll brotin „þá hann aflausnarinnar kristi- lega leitar og býður sig til hlýðni við Guð, kristilega kirkju, kóngsvaldið og eftir- málsmennina, sérhvern í þeim stað og reit sem ber.“ Ekki kem- ur fram hverja refsingjón fékk af veraldlegum yfirvöldum. Samkvæmt Jónsbók urðu meinsærismenn útlægir til Nor- egs í þrjá vetur og þeim var gert að greiða fjórar merkur til konungs. í máli Jóns er líklegt að merkurnar hafi verið látnar duga. Fyrir hvern þann er sór með honum átti meinsæris- maður að borga sex aura „ef þeir vissu eigi að ósært var. En ef þeir vissu að ósært var fyrr en þeir ynnu gjaldi hver fjórar merkur sem hann.“43 Nefndarvættin áttu því refs- ingu yfir höfði sér ef þau vissu að eiður sakbornings var rangur og þeim var nauðugur einn kostur að gera upp hug sinn eft- ir bestu samvisku. Rangir eiðar voru alvörumál og nefndarvætti voru trygging fyrir því að karlar komust ekki upp með hvað sem var. Eiðfall varð þegar nefndar- vætti trúðu ekki hinum sakaða og neituðu að sanna með honum. Þau lýstu því yfir á þingi eða öðrum hentugum stað áður en eiðsfrestur rann út. Sá sem átti að sanna sakleysi sitt var þá fallinn á eiði og tald- ist sekur um það brot sem hann í fyrstu var sakaður um. í rit- gerð um eiðfall frá árinu 1643 segir Þorsteinn Magnússon: „sá sem á sérhverju máli fellur fyrir það hann kemur ekki eiðunum fram og hann fær ekki löglega eiðamenn vegna þess mistrún- aðar sem á hann er lagður fýrir einhver líkindi eður orsök þess máls, þá veit ég ekki annars en hann sé (ef eiðurinn fellur) sömu sökum sekur og málið uppá hann sannprófað væri.“44 Flestir þeirra karla sem féllu á eiði sem þeim var dæmdur vegna faðernislýsingar greiddu sína sekt til konungs og önnuð- ust barnið að hluta. Karlar sem stóðu við neitunina eftir sem áður komu til kasta kirkjunnar, sem var ófús að veita þeim af- lausn. Á héraðsprestastefnu á Velli í Rangárvallasýslu 5. júní 1633 var spurt „um þá menn sem ekki hafa framkvæmt eiða þá sem þeim hafa verið dæmdir, þar þeir krefja enn af- lausnar og sakramentis af prest- um og segja sig saklausa þó þeir séu á eiðunum fallnir eftir lögum, hvernig þeir eigi þá að afleysast?" Sex árum síðar var ákveðið á prestastefnu á Þing- völlum að slíkan mann skyldu prestar áminna, undir fjögur augu til að byrja með en síðan þrívegis úr predikunarstóli og lýsa til bannfæringar „fyrir hans þrjósku og óhlýðni sem hann Guði og söfnuðinum auðsýnir." Væri maðurinn „harðsvíraður" átti að bannfæra hann. Þetta var ítrekað á prestastefnu árið eftir45 Heimilda um menn sem féllu á eiðum er því helst að leita í skjölum biskupa. Atburðarás gat orðið æði flókin. í júníbyrjun 1663 kom Ögmundur Jónsson vestan úr Ólafsvík á fund Brynj- ólfs biskups í Skálholti. Hann hafði þá ekki tekið aflausn eða gengið til altaris í tæp fjögur ár, síðan hann „á Borg í Borgarfirði borinn var barnsfaðerni og hór- dómsbroti af þeirri kvensnift Guðlaugu Pálsdóttur.“ ög- mundur neitaði öllum verknaði fyrr og síðar. Honum var dæmdur sjöttareiður 7. febrúar 1659 og átti að sverja innan mánaðar. Það gerði hann ekki og 25. mars komu eiðvætti sam- an við Borgarkirkju og lýstu það „sína samvisku að ei með ög- mundi sværi.“ Á alþingi um sumarið dæmdist hann fallinn til hórdómssektar að öðru broti. Ögmundur flúði vestur í Ólafsvík til sona sinna og borg- aði hvorki sektina né meðlag með barninu. Biskup tók það Karlar gátu ekki lengur fallið á eiði. Hugmyndir um með- göngutíma skiptu sköpum. loforð af Ögmundi að liann færi að finna konu sína og bauð honum opinbera aflausn í dóm- kirkjunni vegna eiðfalls. Ekki þurfti hann þó að játa brotið.46 KONUR í VANDA Þegar lýstur faðir hafði svarið fyrir faðerni barns var móðirin orðin uppvís að lygi, á sama hátt og karlmaður sem féll á eiði. Barnið var föðurlaust eftir sem áður. Yfirvöld litu slíkar konur sömu augum og konur sem al- farið neituðu að lýsa feður að börnum sínum. Þær heyrðu til þeirra kvenna „sem ekki hafa sagt til feðra barna sinna“ eins og Gísli Oddsson skrifaði í bréfl til Árna lögmanns bróður síns 17. desember 1635. Hann bætti við: „Sumar kannske hafa sagt til heimuglega og eru afleystar, sumar ekki rétt og hafl straff á líkamann nokkurt liðið. Sumar geta ekki rétt ef tveir eða þrír finnast nærri sama tíma, nokkr- ar máske lýst hafi uppá dauða menn.“ Árni var jafn sannfærð- ur um alvöru feðrunarvandans. Árið eftir skrifaði hann sýslu- mönnum opið bréf og nefndi „þær konur sem ekki vilja segja til faðernis sinna barna“ í sama vetfangi og vond hneyksli, hór- dóma og aðrar opinberar stór- syndir sem sýslumönnum bar að refsa.47 Ákvæði alþingis og biskupa frá lokum 16. aldar giltu um allar þessar konur, en á alþingi 1627 var ályktað sér- staklega „um þær óráðvandar konur er að því sannreyndar verða að kenna faðerni barna sinna ýmsum mönnum fleirum en einum og bevísast svo tví- saga, jafnvel síðan þeir svarið hafa fyrir þeirra lygiáburð standa þær á sínu svari hinu sama.“ Siíkar konur skyldu hafa líkamlega refsingu og missa húðina. Þeim var meinað að leysa sig undan hýðingu með fégjaldi. Sýslumenn voru óragir við að beita þessu ákvæði og á 17. öld voru tugir kvenna hýddir. í október 1665 skoðuðu sýslumaður og dóms- 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.