Ný saga - 01.01.1989, Side 55

Ný saga - 01.01.1989, Side 55
starfa sjálfstætt. Hér eru enn- fremur ýmsir listamenn svo sem rithöfundar, einnig ritstjór- ar og barnakennarar. 3. Kaupmenn, stórútgerðar- menn og forstjórar. 4. Verslunar- og skrifstofu- menn, einnig veitingamenn. 5. Iðnaðarmenn. 6. Sjómenn og verkamenn. 7. Bændur. Þessi flokkur kann að orka tvímælis í þeirri könnun sem hér er gerð því að mikil stéttarmunur er í bænda- stéttinni sjálfri. Langt bil getur verið á milli stórbænda og kot- bænda. Þannig voru þrír af embættismönnum 1870 tengda- synir bænda, þar af tveir, Jón og Pétur Péturssynir, kvæntir dætr- um Boga Benediktssonar á Staðarfelli sem hefur líklega verið einn ríkasti maður lands- ins á sinni tíð og af gamalli höfðingjaætt. Urn niðurstöður er það að segja að marktækur munur er á háembættismannastéttinni 1870 og 1910 og sýnir hann vissa þjóðfélagsbreytingu á þessu árabili. í stuttu máli má segja að embættismennirnir 1870 séu mun einlitari hópur en fjörutíu árum síðar. Þeir eru yfirleitt synir og tengdasynir embættis- manna og sömuleiðis feta börn þeirra í slóð feðra sinna. Kvon- fang sitt sækja börn þeirra til embættismanna og kaupmanna í tveimur af hverjum þremur til- vikunt. Árið 1910 var það orðið mun algengara að embættis- menn kæntu úr bænda- eða jafnvel tómthúsmannastétt. Kvonfang sitt sóttu þessir menn hins vegar oft til yfirstéttarinnar og staðfestu þannig að þeir hefðu færst upp í þjóðfélags- stiganum. Synir og tengdasynir háembættismanna fóru líka mun fjölbreyttari slóðir í starfs- vali en 1870 og sýnir það bæði að gamla stéttaþjóðfélagið var á undanhaldi og einnig að sam- félagið var orðið margþættara en áður var og fleiri störf stóðu til boða. Ef litið er svo á að embættis- menn, menntamenn og kaup- menn teljist til yfirstéttar má lesa út úr súluritum og töflum að feður háembættismanna árið 1870 voru um 86% úr þess- urn stéttum en sambærilegar tölur árið 1910 eru aðeins um 54%. Ef litið er á tengdafeður háembættismannanna voru um 79% þeirra úr þessum stéttum árið 1870 en fjörutíu árum síðar 69%. Um 89% sona háembætt- ismanna árið 1870 lentu í yfir- stéttunum og sama hlutfall tengdasona. Um 73% sona há- embættismanna 1910 höfnuðu hins vegar í þessum stéttum en 81% tengdasona. Hvað viðvíkur tengdafeðrum barna há- embættismanna tillieyrðu um 71% þeirra yfirstéttum 1870 en hlutfallið er komið niður í 54% fjörutíu árum síðar. Verður ekki orðlengt um þetta frekar hér en súlurit og töflur segja það sem segja þarf. Árið 1910 var það orðið mun algengara að embættismenn kæmu úr bænda- eða jafnvel tómt- húsmannastétt. 1 Lækjartorg um 1910. 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.