Ný saga - 01.01.1989, Page 66
Vesturheimsferðir,
mjög tímabært úrræði
í ofsetnu landi. Landið
ofsetið af fullorðnu
fólki sem aldrei fyrr.
unga fólkið ekki reiðubúið að
pipra langt fram á fertugsaldur í
óvissri von um jarðnæði. Þess í
stað er samdrætti byggðar mætt
með brottflutningi fólks úr hér-
aðinu. Á sama hátt, raunar, og
eldri kynslóðin í þessum
landshluta var sjálf að talsverðu
leyti aðflutt, einmitt fólk sem
ekki hafði unað hinum þröngu
tækifærum í heimabyggð sinni.
Eftir 1870 hefjast Vestur-
heimsferðir, mjög tímabært úr-
ræði í ofsetnu landi. Og þær
eru einmitt mestar af Norðaust-
urlandi, einkum fyrsta kastið.
Þar koma að vísu til ýmsar sögu-
legar tilviljanir, allt frá eldgos-
um ofan í einstaklingsframtak.
En einber tilviljun er það þó
ekki að Ameríka höfðar sterkast
til þeirra sem þegar höfðu sýnt
að þeir vildu frekar hleypa
heimdraganum en sætta sig við
mjög þrönga úrkosti um at-
vinnu og hjúskap. Því síður er
það tilviljun að sölumönnum
Vesturheims varð nauðalítið
ágengt á Suðurlandi þar sem
fólk var gamalvant þröngbýli og
jarðnæðisskorti og hafði sætt
sig við að mæta honum með
háum hjúskaparaldri.
Við næsta manntal, 1880, eru
heimilin ögn farin að minnka
(7,4 í heimili að jafnaði í stað
7,5 árið 1870), og virðist þá öllu
rýmra um fólk í landinu. En
mælikvarðinn villir; það var
aðeins barnafjöldinn sem farinn
var að minnka vegna minnk-
andi frjósemi. Af fullorðnu fólki
var landið ofsetið sem aldrei
fyrr, enda hafði aldrei verið svo
margt fólk einhleypt, bæði yfir
og undir þrítugu og af báðum
kynjum. Breytingin kemur ekki
síst fram á Suðurlandi þar sem
hjúskaparaldur var þó ærið hár
fyrir; þar er að verða undan-
tekning að karlmaður sé í hjú-
skap yngri en þrítugur. Hjú-
skaparhlutföllin á Norðaustur-
landi lækka nú einnig til muna,
sem kannski kemur á óvart. En
skýringin mun vera sú að margt
fólk hafi farið til Ameríku trúlof-
að eða nýgift og það séu þeir
þolinmóðari sem eftir sitja.
Það er ekki fyrr en á níunda
áratugnum sem stórfelldar Vest-
urheimsferðir, ásamt nokkurri
atvinnuþróun við sjávarsíðuna,
gera íslendingum aftur kleift að
stofna til hjúskapar öllu yngri
að jafnaði en verið hafði um
skeið, og það þrátt fyrir afleitt
árferði og þrengingar í land-
búnaði. Enn sem fýrr sker
Norðausturland sig úr með há
hjúskaparhlutföll, arfleifð „Klon-
dikesins" fyrr á öldinni.
64