Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 75

Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 75
SKIKKJA SKÍRLÍFISINS verið þvílík önnur veizla veitt né þegin (bls. 280). Rímurnar segja hins vegar: Fylkir talar við fljóðin öll: „farið þér burt úr minni höll, lotning fáið þér litla hér, þér lifið við skömm sem maklegt er.“ Kóngurinn talar við kappa sín: „kunnug sé yður ætlan mín. þér munuð vekja vigra skúr, því við skulum sækja oss betri frúr.“ (III 76,77) Allar þessar breytingar snúast um eitt: heiður. Rímnaskáldið leggur ekkert upp úr heiðri, hvorki heiðri konungs, kappa né kvenna. Þannig sleppir hann öllum vangaveltum hirðmanna um livað beri að gera. Ein af- leiðing þess er að hlutur kvenn- anna er gerður mjög lítill í Skikkjurímum. Þær eru leiddar fram, sekar fundnar og brott- rækar gerðar. í Möttuls sögu eru riddararnir ekki síður ófull- komnir. Ofmetnaður er þeirra mein og þeir líða fyrir ófull- komleik sinn. í sögunni væri ekki hægt að tala um að sækja sér betri konur. Af skikkjunni hafa bæði konur og menn lært auðmýkt. Við þessa athugun kemur í ljós að það er einmitt sú hlið sögunnar sem hinn norræni þýðandi lagði hvað mesta áherslu á, sem rímnaskáldið gerir lítið úr eða sleppir alveg. NIÐURST ÖÐUR Þegar við fýlgjum eftir breyting- um sem orðið hafa á skikkju- sögunni, sjáum við að þótt söguþráðurinn haldist óbreytt- ur, breytist eðli sögunnar stöðugt. í þeim textum sem varðveittir eru kemur sagan upphaflega fram sem verk sem er fýrst og fremst skopstæling á hæverskum frásögnum. Þá kemur norræna riddarasagan, sem var eins og aðrar riddara- bókmenntir ætluð hirðinni norsku öðrum þræði til eftir- breytni. Rímurnar eru aftur á móti hrein fantasía. Artús og hirð hans eru ekki lengur í neinum beinum tengslum við sjálfsmynd, þarfir eða væntingar dauðlegra manna nema þörfina fyrir að komast burt frá hvers- dagsleikanum og heyra sögur um framandi lönd og lýði. Sögur á borð við þessa enda sjaldnast án einhverra athuga- semda frá hendi höfúndar. Franska kvæðinu lýkur með þeirri fullyrðingu að skikkjunni hafi verið komi fýrir í velsku klaustri, nú sé liún nýlega fund- in aftur og verði notuð á ný til að prófa trygglyndi kvenna. Má rétt ímynda sér viðbrögð kvennanna sem á hlýddu. Franski höfundurinn virðist þó tilbúinn til að taka hinar brot- legu konur í sátt. Sama afstaða kemur fram í sögunni, í lieldur lengra máli þó: Nú ræði engi annað til þeirra en gott, því að betur sómir að leyna en upp að segja, þó að hann viti sannar sakir. En liver, sem í skikkjuna kemur, þá sýnir hún, hvílík hver er, sú er henni klæðist. Og meg- um vér því góðar konur lofa að verðleikum; því að þær eru verðar frægðar og fagn- aðar (bls. 281). Mér er nær að halda að þetta skyndilega umburðarlyndi höf- undanna beri að taka sem háð í kvæðinu, en alvöru í sögunni. En háð er hált og jafn erfitt að sýna fram á að það sé ekki til staðar og að festa hönd á því. En hvað sem því líður, þá fer rímnaskáldið aðra leið við að enda sína frásögn. Skikkjan er sögð hafa verið lögð „í Kolnis klaustur...i löndin austur." Og loks segir skáldið: Vildi guð, að væri hún hér, veisa skyldu meyjarnar sér; þá mundi eigi orðalaust, ef engin þeirra reyndist traust. (III 82) Þetta eykur enn á „fjarlægð- ina“ í rímunum, en með því að óska þess að skikkjan væri til staðar, frekar en að segja að I sögunrti væri ekki hægt að tala um að sækja sér betri konur. hún sé fundin á ný - sem eng- inn hefði trúað hvort eð var - leggur rímnaskáldið áherslu á að full ástæða sé til að prófa trúfesti kvenna síns samtíma. Skáldið fer ekki í grafgötur með að draga skuli lærdóm af þess- ari frásögn, og gegn hverjum henni er beint: Hér hafa sannast Salómons orð, segir af falskri menja skorð, æ er gott við æru og sið, eyru sín að hafa þar við. Við Skikkjurímur skilst ég nú, skal sú hver, að ei er trú, hlæja þegar hún heyrir þær, hvort það er heldur kona eða mær Artús og hirð hans eru ekki lengur í neinum beinum tengslum við sjálfsmynd, þarfir eða væntingar dauðlegra manna. (III, 83-84) Þó má ekki gera of mikið úr þessum síðustu vísum. Tveir þriðjungar /fl/j/faw-kvæða enda einmitt á svona lexíu, jafnvel þau grófustu. Eins og þau voru Skikkjurímur fýrst og fremst Artús konungur. 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.