Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 79

Ný saga - 01.01.1989, Qupperneq 79
eins listaverka heldur allra mynda sem eru varðveittar. Sjálfur er ég að skoða myndmál tveggja konunglegra handrita. Annað var í eigu Saint Louis, hitt var í eigu konunga á Spáni og er myndskreyting á ljóði sem Alfons konungur Kastilíu samdi á síðari hluta 13. aldar. Það handrit er þjóðardýrgripur á Spáni. HLÁTUR Á MIÐÖLDUM Rannsóknir mínar á mynd- máli eru hluti af því hugðarefni mínu að kanna hugarheim og ímyndunarafl fólks á miðöld- um. Þjóðfélög lifa ekki síður á draumum sínum en öðrurn teg- undum af raunveruleika. Ég er reyndar alls ekki fyrsti maður- inn sem bendir á jrað, en hef engu að síður verið upptekinn af þessu í allmörg ár og reynt að greina hlutverk hugmynda og ímyndana, hugaróra og drauma í þjóðfélagi miðalda. Hluti af því er semínar sem ég er með í skólanum í vetur urn hlátur á miðöldum, kannski öllu heldur það að hlæja á miðöldum. Hverjir hlógu? Að hverju hló fólk? Hláturinn hefur breyst í aldanna rás, menn hlæja ekki á sama hátt í mismunandi þjóð- félögum eða á mismunandi öldum. Þess vegna er hlátur menningarlegt íyrirbæri og þá um leið sögulegt. Hlátur er lík- amlegur, hann birtist í andlit- inu, í hreyfingum munnsins. Saga hans vísar til sögu líkam- ans, en eins og allir vita lifir fólk með líkama sínum og líkaminn á sér sögu. Menn hafa fyrirlitið hann, dáð og dýrkað, það væri hægt að skrifa heilmikla sögu um afstöðu vestrænna manna til líkamans. Til er fjöldi texta um hlátur, til dæmis voru nákvæmar regl- ur um það í klaustrum miðalda hvort og hvenær mátti hlæja. Munnurinn var talinn vera sá staður líkamans þar sem út gat kornið hið versta og hið besta í heiminum. Bænin fer um munninn, en einnig guðlast og blót djöfúlsins þegar hann legg- ur líkama undir sig. Hlátur þótti hættulegur og mönnum bar að varast hann. Ákveðin hefð, allt frá Aristótelesi, áleit að menn væru einir um að hlæja, því dýr gerðu það ekki heldur grettu þau sig. Þess vegna væri hlátur sérkenni manna og fyrir vikið eðlilegur. Önnur hefð, upp- runnin hjá kirkjufeðrum á 4. öld, meðal annars heilögum Ágústínusi, taldi að hlátur væri hættulegur og heiðinn, aðeins heiðingjar gætu hlegið. Þá var spurt hvort Jesús Kristur hefði nokkru sinni hlegið og um það var deilt af mikilli hörku. Spurningin um hláturinn er einnig athyglisverð vegna að- ferðafræðilegrar spurningar um það hvernig liægt sé að skrifa sagnfræði þegar notaður er fjöldi margbreytilegra heim- ilda. Sagnfræðingar eru því van- astir að nota samstæðar heim- ildir, til dæmis ákveðna tegund bókmennta eða gögn sem öll sýna þróun verðlags. Sagn- fræðingar sem notast við út- reikning og tölvur kjósa að vinna með heimildir af þessu tagi. Tölvur krefjast þess reynd- ar að hægt sé að skilgreina til- teknai' raðir sem ná yfir ákveðið árabil og hægt er að bera saman. Það seni ég er að velta fyrir nrér er hvað hægt sé að gera þegar heimildir eru marg- víslegar og ósamstæðar, úr öll- um áttum svo að segja. Það er vandasamt, engin ein aðferða- fræði er til en ég vonast til að geta þróað góðar liugmyndir á semínarinu í vetur. Hefurðu nógan tíma til að snú- ast í þessu öllu? Það bjargast. Að vísu gengur það verr eftir því sem ég eldist, en ég er svo lánsamur að þurfa ekki að sofa mikið. Mér nægja fimm tímar á sólarliring. Reynd- ar vinn ég mikið að næturlagi og líkar það best. FRÖNSK SAGNFRÆÐI Hver eru annars skilyrði rann- sókna í Frakklandi. Miðað við grósku og fjör ímyndar maður sér að lífskjör franskra sagn- firæðinga hljóti að vera góð? Þjóðfélög sem ekki hirða um sögu sína eru minnislaus og blind. Þau grafa sér gröf. Sem betur fer er ekki hægt að segja þetta um Frakkland, engu að síður eru starfsskilyrði sagn- fræðinga erfið. Það á jafnt við um kennslu og rannsóknir og gildir reyndar urn allar greinar húmanískra fræða og stafar af almennum efnahagsörðugleik- um síðustu ára. Fjöldi ungra sagnfræðinga er atvinnulaus eða fær alls ekki starf við sitt hæfi. Ein skýring á því er að fyrstu árin eftir síðari heims- styrjöld var háskólum landsins ekki sinnt sem skyldi. Eftir at- burðina 1968 vöknuðu stjórn- völd þó til vitundar urn að eitt- hvað yrði að gera. Hins vegar urðu viðbrögðin einum of har- kaleg, því ráðið var í ótal stöður, eiginlega alltof margar í einu. Þeir sem fengu þessar stöður voru ungir, um fertugt kannski að jafnaði. Þetta fólk sit- ur ennþá á sínum stað og stöð- um hefur lítið fjölgað, þannig að þeir sem eru að ljúka sinni sagnfræðimenntun núna fá ekk- ert að gera. Þetta veldur stöðnun. Þar við bætist að há- skólakennsla og rannsóknir eru illa borgaðar, því stjórnvöld Ljúga heimildir sem við notum að okkur frá upphafi, frá því þær urðu til? Hverjir hlógu? Að hverju hló fólk? 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.