Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 86

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 86
Einstakar myndir verða ígildi fyrir ákveðna heild, hús, klæðnað, verslun eða eitthvað þvíumlíkt. Heimilisfólk á Stóruborg í Víðidal. Þessi mynd nýttist sérlega vel á myndbandinu vegna þess að hún gefur svo margvíslegar upplýsingar. Hún gefur m.a. hugmynd um fólksfjölda á efnuðu sveitaheimili: annars vegar er bóndinn og fjölskylda hans, samanlagt þrjár kynslóðir, hins vegar hjúin; fólkið sem heldur á amboðunum er vafalaust vinnufólk. Myndin gefur því einnig tilefni til umræðu um stéttir. Rugguhestur litla drengsins er gott dæmi um góða efnahagslega afkomu húsráðenda. Myndin sýnir auk þess m.a. verktækni þessa tíma. fái að segja frá. Hins vegar var mikilvægt að benda á atriði sem búast mætti við að færu fram hjá áhorfanda og vekja athygli á þeim þáttum sem höfundi fannst mikilvægt að myndirnar túlkuðu. Um það er myndin sem birt er hér með greininni af Stóruborg í Víðidal og heim- ilisfólki þar einmitt gott dæmi. Börn og unglingar leiða tæp- lega hugann að því við fyrstu sýn að myndin sýni m.a. stétta- skiptingu í íslenska bændasam- félaginu; fólkið með amboðin er vafalaust vinnufólkið á bænum. Sú ábending leiðir jafnframt hugann að ólíkum kjörum verkafólks og smá- bænda annars vegar og högum efnaðs bændafólks hins vegar. Myndin gefur einmitt tilefni til þess að benda á að útilokað sé að börn kotbænda hafi nokkurn tíma getað eignast eins glæsi- legt leikfang og rugguhestinn sem drengnum á myndinni hef- ur áskotnast. Að loknu myndavali og frá- gangi á texta var unnt að fara að fullvinna myndbandið. í þessu tilviki er það unnið beint eftir skyggnunum. Það er því ekki þörf á að fá einnig kópíur af myndunum sem að sjálfsögðu skiptir miklu máli með tilliti til kostnaðar. Alls eru notaðar um 150 myndir í verkið; sumar myndir eru notaðar í heild sinni en aðeins hlutar úr öðrum. Sumar myndir eru að- eins sýndar örstutt en aðrar lengur og farið yfir myndflötinn og „inn í“ einstök atriði í mynd- unum. AÐ MÖRGU ER AÐ HYGGJA Auðvitað eru ýmsir erfiðleikar samfara því að setja saman verk eins og hér hefur verið lýst og verða aðeins örfá atriði rædd hér. Myndir þarf auðvitað að taka með fyrirvara eins og aðrar heimildir. Á þeim tíma sem hér er fjallað um voru ljósmynda- vélar fyrirferðarmiklar og myndataka var töluvert fyrir- tæki. Þessi atriði höfðu m.a. í för með sér að myndir eru í mörgum tilvikum uppstilltar og fólk gjarnan tilhaft. „Daglega lífið" sem við sjáum er því stundum töluvert miklu huggu- legra en ástæða er til að ætla að það hafi verið í raun. Það þarf að fara varlega í að draga álykt- anir út frá myndum, eins og öðrunt heimildum. Þessi um- ræða leiðir hugann að öðru en þó tengdu vandamáli. Augljóst er að farið er afar fljótt yfir sögu þegar reynt er að lýsa sam- félagsgerð í hálftíma langri mynd. Einstakar myndir verða ígildi fyrir ákveðna heild, hús, klæðnað, verslun eða eitthvað þvíumlíkt. Afar mikið verður um alhæfingar og ljóst að ekki er tekið tillit til sérkenna og sér- aðstæðna. En þetta vandamál er víst ekki aðeins bundið þessu verkefni. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.