Ný saga - 01.01.1989, Page 88
Halldór Bjarnason
STÓRFYRIRTÆKI OG STRÍÐSGRÓÐI
Athugun á tekjuhæstu fyrirtækjum í Reykjavík 1940—1952
/
Afjórða áratugnum grúfði
kreppan yfir landsmönn-
l um og drap atvinnulíf í
dróma, en ríkisstjórninni
reyndist erfitt að hleypa lífi í at-
vinnustarfsemi og útflutning.1 Á
árinu 1940 gerbreyttust at-
vinnumálin til batnaðar. Her-
námslið Breta skapaði gríðar-
lega mikla atvinnu eftir að það
kom hingað, 10. maí 1940, og
ekki minnkuðu umsvifin eftir
að Bandaríkjamenn komu 7. júlí
1941, en þeir voru fleiri og
höfðu úr meiri peningum að
spila. Atvirtnuleysið hvarf eins
og dögg fyrir sólu upp úr miðju
ári 1940 og fólk hafði töluverða
peninga milli handanna í íyrsta
skipti í mörg ár.2 Auk þess
breyttist afkoma sjávarútvegsins
um tíma til hins betra upp úr
1939 effir margra ára erfiðleika
og skapaði það gjaldeyri.3
Mikið af þessu fé fór til
innanlandsneyslu og kom
Reykjavík trúlega mest til góða
af öllum stöðum á landinu. Það
er því allforvitnilegt bæði fyrir
almenna sögu þjóðarinnar á
þessum tíma og ekki síst sögu
Reykjavíkur að vita hvernig hin-
ir nýríku íslendingar vörðu fjár-
munum sínum.
Eflaust má fara ýmsar leiðir
til að rannsaka þetta. Ég valdi þá
leið að athuga skattgreiðslur
stcerstu fyrirtcekja í Reykjavík á
völdum árum.'1 Eftirfarandi at-
hugun nær til áranna 1940,
1944, 1948 og 1952.5
Hér á eftir verður oft talað
um tekjumarkið og er þá ætíð
átt við 112 950 kr. á verðlagi árs-
ins 1952.6 Það þýðir að einungis
voru tekin með í rannsóknina
fyrirtæki sem höfðu þetta háa
upphæð eða hærri í skattskyld-
ar tekjur (sem voru nettótekj-
ur). Allar tölur í þessari grein
miðast við fast verðlag (ársins
1952) því verðbólgan gerir all-
an samanburð milli ára villandi
nema að það sé gert.
Til að fá einhverja hugmynd
um það hversu há upphæð á
nútímamælikvarða þessar 112
950 kr. á verðlagi árins 1952
voru skal nefnt að það mun
samsvara um 152 670 225 kr. á
verðlagi í janúar 1989.7 Það er
með öðrum orðum hátt í 153
milljónir.
Kreppan grúfði yfir íslendingum þegar þessi mynd af biðröð á útsölu hjá Lárusi Lúðvíkssyni var tekin í febrúar 1935.
86