Íslenzk tunga - 01.01.1965, Side 70

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Side 70
68 HALLDÓR HALLDÓRSSON stað (þf. af staður) sem andlagi. Auk þess kemur fyrir eitt orðasamband í ís- lenzku, þar sem stall (þf. af stallur) er andlag og á sér fullkomna samsvörun í ensku og fornfrönsku (ísl. gjöra stall, e. to malce stall, ffr. faire estal). Munur- inn á orðasamböndunum með stallur og staður kann í fyrstu að hafa verið mál- lýzkumunur. Með hliðsjón af framan greindu er eðlilegast að gera ráð fyrir, að í frum- germönsku hafi verið til nokkur orðasambönd með stallr (frumg. *stallaz, *stalnaz), sem merkt hafi ‘stanza’. Þau virðast hafa verið þessi: *stallá geban, sbr. fhþ. stal geban, *stalla neman, sbr. ffr. prendre estal, e. to takc stall, *stallá drepan, sbr. ísl. drepa staU. Hugsanlegt er þó, að *drepan hafi haft eitthvert forskeyti í þessu sambandi á frumgermönskum tíma. Um það verður síðar fjallað. Með þeirri aðferð, sem nú var notuð, verður niðurstaðan hin sama og áður var komizt að með samanburðinum á drepa stall og hjarta stallrar, þ. e. að merkingin sé ‘stanza’. Islenzku orðasamböndin nema staðfar) og taka stað skýra sig í rauninni sjálf, og sama máli gegnir um ffr. prendre estal, e. to take stall og hið endur- gerða frumgermanska orðasamband *stallá neman. Þau kunna að eiga rætur sínar í hernaðarmáiinu, sbr. að ffr. orðasambandið gat merkt ‘stanza til þess að berjast’. Erfiðara viðureignar er íslenzka orðasambandið geja stað(ar), fornháþ. stal geban og hið endurgerða frumgermanska orðasamband *stallá geban. Ymsir orðsifjafræðingar telja þó, að geja hafi upprunalega haft inerkinguna ‘taka’, og styðja það m. a. með samanburði við írsku og án þess að hafa gefið gaum að fyrr greindum orðasamböndum. Ef þetta er rétt, kann þessi ævaforna merk- ing að hafa geymzt í þessum samböndum, og er þá frummerkingin hin sama og í nema stað(ar). Hið erfiðasta við skýringu orðasambandsins drepa stall er að ákveða merk- ingu sagnarinnar drepa. Tveir kostir virðast helzt koma til greina. Ilinn fyrri er, að drepa hafi í þessu sambandi verið forskeytt sögn á frumgermönskum tíma, og er þá einkum um tvennt að velja. Sögnin hefði getað verið *ana-drep- an, sbr. þ. antrejfen, og fengið merkinguna ‘snerta’, sbr. ísl. drepa á i tilteknum samböndum. Einnig kæmi til mála, að frumgermönsk mynd sagnarinnar hefði verið *in-drepan, sbr. þ. eintrejjen, í merkingunni ‘koma’. Síðari tilgátan skýr- ir betur merkingu orðasambandsins, en sá galli er á, að þ. eintrejjen verður ekki rakin nema stutt aftur í tímann. Síðari kosturinn er, að drepa hafi aldrei verið forskeytt sögn í orðasambandinu, heldur merki drepa stall í fyrstu ein- faldlega ‘að slá staðinn (með fætinum)’. Líklegast er þá, að orðasambandið sé tekið úr hernaðarmálinu og sé i fyrstu haft um það, er hermenn stappa niður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.