Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 116

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 116
114 RITFREGNIR Ekki er í öllum tilvikum fullljóst, hvora leiðina höf. hefur ætlað sér að fara. Kaflinn um nafnorðabeygingu hefst á því (§ 111) að skipta nafnorðum í sterka og veika beygingu, og er sú skipting skýr og eðlilegt að leggja hana til grund- vallar. Næst snýr höf. sér svo að sterku beygingunni og skiptir henni fyrst (§ 112) í a-flokk, i-flokk, u-flokk og samhljóða-flokk „nach der Endung des APM [Akk. Plur. Mask.].“ Hér fer að skorta skýrleikann í hið röklega sam- hengi, því að ekki gerir höf. grein fyrir, hvernig eigi að flokka kvenkyns- og hvorugkynsnafnorð eftir þolf.-flt.-endingu karlkyns! Raunar á þessi flokkun ekki einu sinni við karfkynsorðin, því að í u-flokkinn lenda orð eins og völlur, fjörður, er hafa -i í þolf. flt. Að fornu höfðu þessi orð að vísu -u, og eru hér því greinileg áhrif hins sögulega sjónarmiðs, sem er aftur sniðgengið, þegar hinir fornu kvk. o-stofnar eru taldir með a-flokki. í sjálfu sér kæmi vel til greina að skipta sterkum nafnorðum fyrst eftir nf.- flt.-endingunni, í a-beygingu (t. d. hestar, skálar), t-beygingu (vinir, gjafir) og u-beygingu (flt. -ur, -r eða -0, með eða án hljóðvarps, t. d. jœtur, brýr, mýs, jingur). Aðalgallinn við þessa skiptingu væri sá, að hvk.-orð (borð, barn o. fl.) yrði að telja til u-beygingar, þar sem þau eru endingarlaus í flt. Þá væri sem sé skipað saman í flokk stórum hópi orða, hvk.-orðum, og örfáurn óreglulegum kk.- og kvk.-orðum, og þá kæmi heldur ekki fram hin greinilega hliðstæða í beygingu hvk.-orðanna og a-flokks-orðanna, sbr. t. d. hestur, skál, borð annars vegar og lceknir, ermi, kvœði hins vegar. Því er sú leið sennilega einfaldari og skýrari að skipta sterkum nafnorðum fyrst í þrjá flokka, eftir kynjum, kk.-, kvk,- og hvk.-flokk, og láta svo flt.-endingar ráða skiptingu í undirflokka og síðan aðrar endingar, t. d. ef. et., í undirflokka af enn lægri gráðu. Þetta er sú leið, sem þeir Valtýr Guðmundsson og Stefán Einarsson völdu í málfræðibók- um sínum. Sú leið, er höf. velur og er eins konar sambland hinna tveggja, er sennilega ein hin óheppilegasta, sem völ var á. I flokkun sagnbeyginga er eflaust einnig hezt að leggja til grundvallar skipt- inguna í sterkar og veikar sagnir, þ. e. þátíðarmyndunina. Hins vegar þykir að jafnaði skýrast að skilja persónu- og tölubeyginguna frá þátíðarmynduninni og gera grein fyrir henni sérstaklega. Er það vegna þess annars vegar, að ólíkir undirflokkar sterkra og veikra sagna hafa sömu eða svipað'a persónubeygingu, og hins vegar, að einn flokkur veikra sagna hefur sömu persónuendingar í nút. et. og sterkar sagnir (tel, tclur : lít, lítur). Aftur á móti liggur heint við að fjalla um myndun viðtengingarháttar (og nafnháttar) jafnhliða þátíðarmyndun- inni, þar sem viðt.-hætti nút. og þát. er hægast að lýsa á þann hátt, að hann sé myndaður af nafnh.-stofni og þát.-stofni sagnarinnar (flt.-stofni sterkra sagna, et.-stofni veikra). Höf. velur hins vegar þá undarlegu leið að lýsa persónu- og tölubeygingu (nút. og þát. frams.) með þátíðarmynduninni (bls. 147—176), en bæði myndun og persónubeygingu viðt. sérstaklega (bls. 176—182).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.