Íslenzk tunga - 01.01.1965, Síða 124
122
RITFREGNIR
nýyrði festst í málinu. Fyrst framan af var þetta verk unnið af einstökum
áhugamönnum, en um allmörg ár hefur Nýyrðanefnd (nú Málnefnd) verið
starfandi á vegum Háskóla fslands, og hefur hún unnið merkilegt starf.
Hefur árangur af starfi hennar m. a. birzt á prenti í Nýyrðum I—IV. Þá liafa
komið fram fjölmörg ný orð hjá einstökum mönnum, og eins hefur mikið bætzt
við ísl. orðaforða í verkum ýmissa rithöfunda, er komið hafa fram á sjónar-
sviðið, síðan Bl. kom út. Hefur þetta ekki sízt gerzt fyrir það, að margir rit-
höfundar hafa beinlínis sótt málfar sitt til almennings og gert sér far um að
skrifa sem næst hinu talaða máli. Vegna alls þessa var orðin ærin ástæða til að
semja viðbót við orðabók Blöndals og þá ekki sízt fyrir það, að útkoma hinnar
sögulegu orðabókar, sem nú er unnið að á vegum Háskólans (O. H.), hlýtur
óhjákvæmilega að dragast enn um mörg ár.
Eins og segir í formála þessa nýja viðbætis,'1 eru í honum um 40 þús. orð úr
ísl. nútíðarmáli, sem annaðhvort eru alls ekki í Bl. eða ekki í sömu merkingu.
Var Árni Böðvarsson cand. mag. ráðinn til að safna orðum í Vb., en ritstjórar
verksins, þeir Halldór Ilalldórsson prófessor og dr. Jakob Benediktsson orða-
bókarstjóri, juku síðan við og vinzuðu úr. Þar sem hér eru saman komin um
40 þús. orð — eða á að gizka fimmtungur eða sjöttungur af Bl. — má öllum
Ijóst vera, að mikill fengur er að þessari viðbót fyrir alla þá, sem sinna ís-
lenzkri tungu og ísl. bókmenntum. Af þessari ástæðu einni er þetta verk hið
þarfasta og hlýtur þess vegna að vera öllum hinn mesti aufúsugestur við hlið
hinnar sígildu orðabókar Sigfúsar Blöndals.
Sá, er þetta ritar, hefur reynt að gera sér nokkra grein fyrir þessu verki og
samningu þess, en kostir bókarinnar og gallar koma þó vitaskuld fyrst í ljós til
fulls, er reynsla verður komin á hana sem handbók í ísl. máli. Vitanlega má
deila um það, hvað taka beri með í slíkt viðbótarbindi og hvernig haga skuli
úrvinnslu, þegar ekki er unnt að taka nokkurn veginn allt með, sem rekið hefur
á fjörur við sjálfa orðasöfnunina. Mér virðist þetta verk hafa vel tekizt á flest-
an hátt, en sjálfsagt er þó að freista þess að finna að í ritdómi.
Ég hefði kosið, að inn í Vb. hefði verið felldur viðauki sá, sem er aftan við
Bl., því að það er óneitanlega mikið hagræði fyrir notendur orðabókarinnar
að þurfa ekki að fletta upp nema á tveimur stöðum í stað þriggja eins og nú
verður. Auk þess hef ég oft orðið þess var, að menn vilja gleyma viðaukanum
aftan við Bl. Undir þann leka hefði mátt setja með því að sameina hann Vb.
Ég vil benda á eitt dæmi, sem ég hef rekizt á, máli mínu til skýringar. í Vb.
er orðið kauplœkkun, þar sem það vantar í Bl. llins vegar er orðið kauphœkk-
un hvorki í aðaltexta Bl. né Vb. En þegar betur er að gáð, kemur orðið fram í
viðauka BI. Ilefði viðaukinn verið felldur inn í Vb., hefðu orðin komið hér á
3 Hér eftir skammstafað Vb.