Íslenzk tunga - 01.01.1965, Síða 130

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Síða 130
128 RITFREGNIR Þá hefur mér verið bent á það af Árna Kristjánssyni, menntaskólakennara á Akureyri, að orðið lýsipund, sem margir munu kannast við um ákveðna þyngdareiningu, þ. e. 16 pund, vanti í b., og raunar hefur það aldrei komizt í orðabækur. Annar aðalhöfundur Vb., Halldc alldórsson prófessor, hefur bent mér á eitt atriði, sem komið hefur fyrir í Vb. og er vel þekkt við samningu orðabóka almennt. Frá einu orði er vísað til annars orðs um fyllri skilgreiningu, en svo hefur gleymzt að taka með síðara orðið. I Vb. er orðið bein í sambandinu nemandinn fór á beiniS, en það var vel þekkt orðasamband í Menntaskólanum á Akureyri á dögum Sigurðar skólameistara Guðmundssonar. Er bein stytting úr orðinu hvalbein, sem var á skrifstofu meistara og nemendur voru látnir setjast á, er þeir voru kallaðir fyrir hann vegna brota á reglum skólans. Hval- bein er sem sagt aðalorðið, og til þess er vitnað undir orðinu bein. Hins vegar hefur láðst að taka það upp á sínum stað í bókinni. Stundum kysi ég önnur dæmi um orð en valin hafa verið í Vb. Undir so. að bakka er dæmið bakka bátnum. En hvers vegna ekki bakka bíl, sem er áreiðan- lega miklu þekktara í þessu sambandi? í Vb. er aftur nýyrðið að hopa bíl um þetta. Þeir eru örugglega fáir ökumennirnir, sem það orð nota, og ekki minnist ég að hafa heyrt það í mæltu máli. Að endingu ætla ég svo að kveða niður eitt draugorð, sem komið hefur upp í Vb. fyrir misskilning. I Vb. stendur: „róSrarshot n. periode med uafbrudt fiskeri (EyGuðmPabbi 99).“ Dæmið, sem í er vitnað, hljóðar svo: „Guðmund- ur var stórhuga um þetta og fékk því komið í verk að reisa fullkomna sjóbúð, þar sem liggja mætti við í róSrarskotum.“ Vissulega verður ekki vefengt af þessum stað, að róSrarskotum getur verið þgf. ft. af róSrarskot. Svo er samt ekki. Þar eystra heitir orðið róSrarslcota, og er kvk.-orð, í fl. róSrarskotur. í þessu dæmi er því á ferðinni kvk.-orð í þgf. ft., en orðið róSrarskot hefur aldrei verið til. Snið Vb. er að vonum svipað og var á Bl., en stafsetning er færð til þeirra reglna, sem komust á nokkru eftir útkomu Bl. Eitt er það við Bl., sem margur hefur kunnað illa, en ég hlýt að játa, að mér hefur fundizt hið mesta hagræði. Það er að setja i og y undir sama hatt í stafrófinu. Sparar þetta vissulega tíma, þegar menn eru ekki öruggir um stafsetningu orðsins. í Vb. er þessari reglu fylgt, og tel ég það vel farið. Mér hefur orðið skrafdrjúgt um ]jað, sem mér finnst hafa miður tekizt við samningu Vb. en skyldi. Eins og ég hef þegar tekið fram, má að sjálfsögðu lengi deila um það við orðabókargerð, hvað fljóta eigi með og hvað ekki, og þá ekki sízt, þegar stakkurinn er þröngur. Um það fer samt enginn í grafgöt- ur, að Vb. er mikil og góð viðbót við Bl. og á eftir að koma mörgum að góðum notum á næstu árum og áratugum, enda þótt menn grípi á stundum í tómt,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Íslenzk tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.