Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 62
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
það af ráðnum hug fyr en Guðmund-
ur Björnsson.
f einu atriði varð þessi lauskvæði
háttur sérstaklega íslenzkur: hér
voru stuðlar tveir í hverri línu. —
Hinsvegar var höfuðstafur ekki not-
aður til að tengja jöfnu línurnar
hinum ójöfnu eins og annars var sið-
ur í íslenzkri ljóðagerð ; hneykslaði
þetta suma, eins og Guðbrand Vig-
fússon; sama álit hefir dr. Jón Þor-
kelsson forni miklu síðar, er hann
lýsir blank verse — “langur og
þunglamalegur þulu-háttur, ihöfuð-
stafalaus, stuðlalaus, rímlaus. Það
köllum vér rímleysu, bragleysu,
ljóðleysu. . . Eftir íslenzkri braglist
erþaðenginljóðagerð, og þolist ekki
á þeim bekk. Sú braglist hefir ekki
heldur drepið hér mikið út frá
sér. . .”2) Þarna talaði íhaldssamur
fslendingur ári síðar en Guðmundur
Björnsson hafði reynt að sýna
mönnum bragsnild Shakespeares!
Annars er auðséð að stuðlasetn-
ingin er nokkuð á reiki og í sumum
iínum getur stuðla vantað, eins og
t. d. sumstaðar í hinu fræga eintali
Hamlets (To be or not to be), hjá
Matthíasi.
Vér höfum orð Matthíasar (bréf
til Stgr. 17. eða 18. okt. 1869) fyrir
því að honum líkaði ekki alls kostar
form Steingríms. “Breytingar mín-
ar flestar [á Lear] verða ekki ann-
að en lagfæring á formi, sem mér
þykir sumstaðar alt of “stíft”, því
jambarnir hljóta að falla mjög
nærri daglegum talanda, — svo eru
þeir nú á öllum mentuðum málum,
sem eg þekki; meining Sh[ake-
2) In memorlam cehtenariam — Jón
Þorláksson 1744—1819—1919. Rvík. 1919,
bls. 243—44.
speares] er líka svo kostuleg, að
hún má ekki bindast nema það allra
minsta. Mín setning er: heldur að
víkja frá orðum en að hafa flókið
og stíft og tvírætt eða mjög “svul-
stigt.” ”
Því miður höfum við enn ekki álit
Steingríms um Macbeth, en ráða má
það af svari Matthíasar (28. mars
1871), að Steingrími hafi þótt þýð-
ing Matthíasar nokkuð laus. Matt-
hías hefir og sjálfur sagt frá því í
vörn sinni fyrir óthelló (í Þjóðólfi
2. febr. 1884), að hann hafi reynt
að gera þýðingu sína eins stuttorða
og frumritið, og hafi hann talið lín-
urnar til þess. Telur hann, að ís-
lenzkan fari nálægt því að leyfa svo
stutta þýðingu, ef rétt sé á haldið’,
og standi hún að því leyti framar
bæði sænsku og dönsku þýðingun-
um, enda sé Lembcke hinn danski
að jafnaði langorðastur. Að þakka
málinu þetta nær varla nokkurri átt,
enda eru þeir Eiríkur og Steingrím-
ur (í lausu máli a. m. k.) báðir lang-
orðari en frumritið: The Tempest er
86 síður en Stormurinn 96! Séu
þýðingar Matthíasar því eigi lengri
en frumritin, þá er það hans eigin
dygð að þakka, en ekki málinu.D
Um meðferð ljóðanna fara þeir
þremenningarnir ýmsar götur. Ei-
1) 1 kvæðinu um “Queen Mab”, Romeó
og Júlía, I. þætti, 4 atriði, hef eg talið
orðflokkana í enska frumritinu, ísl. þýð-
ingunni og hinni ný-norsku þýðingu I.
Aasens. Voru í 10 línum í enska frum-
ritinu 52 einkvæð orð, 14 tvíkvæð, og 7
þríkvæð, alls 73 orð; í ísl. þýðingunni, 31
einkvæð, 21 tvikvæð, 5 þríkvæð, 4 fjór-
kvæð; alls 61 orð; i norsku þýðingunni
38 einkvæð, 16 tvíkvæð, 5 þríkvæð, 2
fjórkvæð, 2 fimmkvæð, 1 sexkvætt; alls
64 orð. Þetta sýnir að nýnorskan er að
formi nær enskunni en islenzkan, eins og
vita mátti.