Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 24
Longfellow og norrænar bókmentir
Eftir prófessor Richard Beck
í hópi þeirra
fræðimanna
og menning-
arfrömuða í
Bandaríkjun
um á fyrra
helmingi 19.
aldar, sem
lögðu nokk-
ura rækt við
norrænar
bókmentir,
skipar skáld-
ið Henry W.
Longfellow
merkis- og
v i r ð i ngar-
sess. Með rit
gerðum sín-
um, útgáf-
um og þýð-
ingum, og þá
eigi síður
með kvæð-
um sínum um norræn efni,
glæddi hann drjúgum áhuga
landa sinna á Norðurlöndum, sögu
þeirra, bókmentum og menningu.
Hefi ég áður hér í ritinu vikið að
þeim ástæðum, sem lágu til þess,
að hann og eigi allfáir aðrir merkir
andans menn bandarískir tóku að
gefa gaum norrænum fræðum, og
skal það eigi endurtekið hér. —
Sbr. grein mína “George P. Marsh,
— Brautryðjandi íslenskra fræða í
Vesturheimi”, Tímarit Þjóðrœknis-
f éla g sins,
1935. — Hins
vegar verða
hér nánar
rakin kynni
Longfellows
af Norður-
löndum og
bók mentum
þeirra, lýst
ritstörfum
hans um þau
efni, áhrif-
um þaðan á
skáldskap
hans og því
fræði - og
landkynning
arstarfií
þágu Norður
landaþjóð-
a n n a o g
menningar
þeirra, sem
hann vann með ritstörfum sín-
um, en þeirri merkilegu hlið a
skáldskap og annari rithöfunda-
starfsemi þessa frjósama og vin-
sæla skálds, öndvegisskálds á sinm
tíð, hefir eigi áður verið gerð nein
veruleg skil á íslensku. Fátt hefir um
hann og skáldskap hans verið ritað
á vora tungu, þó hann sé íslending-
um kunnur af mörgum þýðingum
kvæða hans; skal ævi- og rithöfunda-
ferill hans því þræddur hér í megin-
dráttum lesendum til glöggvunar.