Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 30
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA víðlesnar og áhrifaríkar. — Sbr. einnig grein mína “íslensk fornrit og enskar bókmentir”, sem að ofan er vitnað til. — Eitt er víst, að Longfellow hafði mjög miklar mæt- ur á Gray óg átti fyrstu útgáfuna af kvæðasafni hans, 1768, en þar voru umræddar stælingar hans á ís- lenskum fornkvæðum prentaðar fyrsta sinni. Á hinn bóginn var það eðlilegt, að fornaldarlíf og fornaldar menning Norðurlanda, eins og hvorttveggja er túlkað í sögum og kvæðum ofannefndra skálda, séð í hárómantískum spegli þeirra, talaði kröftuglega til hins unga skálds, jafn hugfanginn og hann var af hinu fjarlæga, ævintýralega og leyndar- dómsfulla. Fram að þessum tíma hafði hann þó eigi, að því er vitað verður, lagt neina sérstaka rækt við norræn fræði, en segja má, að akur huga hans hafi verið plægður hvað það snerti, þá er hér var kom- ið sögu. í fyrrgreindri Norðurálfuferð sinni, 1826—’29, lagði hann að vísu eigi leið sína til Norðurlanda, en eigi að síður varð hún til þess að vekja hjá honum sterka löngun til að kynnast þeim og menningu þeirra. Hann dvaldi í Rómaborg mikinn hluta ársins 1828 og komst þar í kynni við fjölda sænskra lista- manna; einkum varð náin vinátta með honum og sænska skáldinu Karl August Nicander, 1799—1839. Einnig kyntist hann að nokkuru Bertel Thorvaldsen, myndhöggvar- anum heimsfræga. Gat eigi hjá því farið, að þessi kynni af listamönn- um og rithöfundum af Norðurlönd- um færðu Longfellow heim sann- inn um það, að nútíðarmenning stæði þar með blóma bæði í listum og bókmentum, en áður hafði hann aðeins heillast af Norðurlöndum fornaldarinnar. Vafalaust er þess einnig rétt tilgetið, að Nicander hafi frætt hann bæði um bókmenta stefnur og ýms helstu samtíðar- skáld á Norðurlöndum, en hinn fyrrnefndi hafði á suðurleið sinni heimsótt Esaias Tegnér á Skáni og þá Adam Oehlenschlager skáld og Rasmus Christian Rask málfræð- ing í Kaupmannahöfn. Mun því sú ákvörðun Longfellows að afla sér frekari þekkingar á Norðurlanda- málum og bókmentum eiga rót sína að rekja til hinna nánu kynna við Nicander, en hugur þeirra beggja hneigðist að rómantískum viðfangsefnum í bókmentum. Á kennaraárum Longfellows i Bowdoin College er svo að sjá, sem áhugi hans á Norðurlöndum hafi haldist vakandi með ýmsum hætti, og var honum það mestur þrándur í götu, hve sárfátt var þar rita um norræn efni, þó líkindi séu til, hann hafi átt aðgang að einhverj- um slíkum ritum, auk þeirra bóka á því sviði, sem hann átti sjálfur og mun hafa aflað sér í Þýskalands- dvöl sinni, en það voru þýskar þýð' ingar af íslenskum fornsögum °S fornkvæðum. Margháttaða fræðslu um Norðurlandabókmentir að fornu og nýju fann hann á hinn bóginn i breskum og amerískum samtíðar tímaritum, er hann las gaumgmfi' lega. Hinn víðtæki lestúr hans á þessum árum mun einnig meS ýmsum öðrum hætti hafa náð til Norðurlandamála og bókmenta, en hann lagði nú kapp á það að byggía sem traustast ofan á þann grund-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.