Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 39
fornsögum og kvæðum í þýskum
þýðingum. En dvölin á Norður-
löndum var of stutt til þess, að hon-
Urn gæfist tækifæri til verulegra
rannsókna í norrænum fræðum, þó
að hún yrði með ýmsum hætti til
þess að glæða áhuga hans á þeim.
Einkum urðu honum kynnin við
þá Rafn og Finn Magnússon, og
aðra frömuði norrænna fræða í
Kaupmannahöfn, ávaxtadrjúg hvað
það snerti, en Rafn veitti honum
tilsögn í íslensku, eins og áður var
vikið að, og fóru þeir yfir Þorfinns
sögu karlsefnis, sem Rafn taldi, að
Verða myndi Longfellow sérstak-
*ega að skapi, og eigi að ástæðu-
Jausu, því að hún fjallar, eins og
kunnugt er, um Vínlandsfund og
ferðir fslendinga. Eigi gat heldur
]á því farið, að hin fjölskrúðugu
andritasöfn í Kaupmannahöfn
rægju frekari athygli Longfellows
aÖ mikilvægi íslenskra fornbók-
uienta.
Allt bendir til þess, að þekking
hans á norrænni tungu, íslensku,
hafi verið að mjög skornum skamti,
en líklega hefir hann getað lesið
hana sér til nokkurra nota með
erfiðismunum, og víðtæk tungu-
málaþekking hans að öðru leyti
komið honum þar að gagni. Hann
átti, eins og að framan var getið
tiltölulega stórt og harla merkilegt
safn bóka á Norðurlandamálum, en
aðeins eina bók á íslensku —
Heimskringlu Snorra Sturlusonar
— og hafði þó eigi skorið upp úr
nema einu bindinu af þremur.
Þekkingar á íslenskum bókmentum
aflaði hann sér því aðallega úr
enskum, þýskum, sænskum og
dönskum þýðingum af fornkvæðun-
og sögunum. Kynti hann sér með
þeim hætti sögu íslenskra fornbók-
menta rækilega á fyrstu kennaraár-
um sínum í Harvard, og er öll ástæða
til að ætla, að hann hafi einnig
flutt þar fyrirlestra um þær; en úr