Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 48
30 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA eins og það væri í feluleik. En hver mundi kæra sig um, að leika sér við tunglið? Til þess fór það altof hægt. Bara læddist bak við trén, eins og strípaður fábjáni, sem hefir ekki einu sinni vit á að klæða sig í kuld- anum. Væri Donni að staulast þarna, mundi hann fyrst klæða sig vel og setja upp húfu og vetlinga. Svo mundi hann ekki læðast og staulast áfram. Hann mundi hlaupa og skoppa yfir fannbreiðuna. Tungl- ið yrði langt á eftir, en hann skyldi lofa því að lýsa sér. Það gat látist vera fjarskalega stór lampi, og þá mundi enginn vita að það var bara nakinn fábjáni. Donni gæti, meira að segja, hlaupið í einum spretti niður af Fagurhæðum, og alla leið ofan í Kotstræti. . . . Það var skrítið, að hann og Bensi höfðu aldrei farið þessa ferð að vetralagi. Bara á sumr- in, í góðu veðri. Það var þó gaman að ösla í snjónum — á stríðsárunum. Áður en pabbi kom heim. Áður en mamma Bensa fékk bréfið. Aldrei mundi Donni gleyma því bréfi. Mamma Bensa stóð á miðju gólfinu, í stóru dagstofunni, þegar hún las það, og bara rak upp óttalegt hljóð og datt á gólfið. Eftir það vildi hún ekki tala við neinn, en sat og sat og horfði út í loftið. Og þegar mamma hans vildi vera góð við mömmu Bensa, hratt hún henni frá sér og tal- aði ljótt. Og hún sagði að mamma Donna skildi ekkert, af því pabbi hans væri á leiðinni heim úr stríð- inu. Svo sat hún og sat og gerði ekk- ert nema horfa út í loftið. Hún þvoði sér ekki og greiddi sér ekki, og gekk altaf í sama kjólnum. Hún skifti sér ekkert af Bensa, en ef mamma Donna ætlaði að þvo Bensa eða laga fötin hans, varð mamma Bensa bál- vond og talaði ljótt. Svo tók hún einu sinni saman dótið sitt og fór með það og Bensa niður í kofann þeirra í Kot- stræti. Þegar Donni spurði, því mamma Bensa léti svona, var hon- um sagt að hún væri rugluð af því maðurinn hennar féll í stríðinu. Donni skildi það ekki vel, og spurði mömmu sína hvort hún mundi láta svona, ef pabbi hans hefði fallið í stríðinu. En mamma hans vissi það ekki, og sagði að litlir drengir ættu ekki að vera altaf að spyrja fullorðið fólk um það, sem þeir skildu ekki. Donni hætti að spyrja. um mömmu Bensa, en heyrði oft talað um hana. Mamma Bensa var utan við sig, aum- inginn! Mamma Bensa var ekki með sjálfri sér, og sansalaus. Það fanst honum skrítið. Mamma Bensa var ekki með öllum mjalla. Svo var hún mesta ólánsmanneskja. Og mamma Bensa hafði verið svo greind og glaðleg, og drengurinn hennar svo siðprúður. Og nú var svona hörmu- lega komið fyrir þeim. Við fréttina um fall mannsins hennar hafði hun alveg gengið af göflunum. Það þótti Donna undarlegast af öllu, sem sagt var um mömmu Bensa. Hann hafði sjálfur séð hana lesa bréfið. Og hún gekk ekki; bara datt á gólf- ið og hann mundi ekki eftir neinum göflum. Og mamma Donna taldi það happ að hafa haft þau hjá sér meðan maðurinn hennar var í stríðinu; en nú var ómögulegt að tjónka við ÞaU; Þau hímdu einsömul í kofanum i Kotstræti og létu ekki sjá sig. Dreng- irnir máttu ekki leika sér saman, og nú voru engin Bensa-jól. Alt af þvl> að mamma Bensa var gengin af göfl" unum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.