Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 62
44
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
fyrir tímann, og legst síðan til síð-
ustu hvíldar í mjöllina.
Sturla á þannig kalda heimkomu,
þegar hann kemur úr jólaferðinni
í kaupstaðinn, þar sem honum hefir
verið neitað um öll kaup að undir-
lagi Hamrabóndans. Hann verður
enn harðari og enn tortryggari en
áður, þótt granngæði Gunnlaugs
hins austfirska og hans fólks sé
ljósgeisli í myrkrinu. En Sturla
þraukar þó, þar til hann fær það
framan í sig frá ókunnugum manni,
að hann hafi ekki aðeins drepið
konuna með harðneskju, heldur
einnig neytt hana í faðminn á
Magnúsi á Neshólum. Þetta verður
stráið, sem brýtur hinn sterka
mann. Hann hefir sýnilega aldrei
þorað að grenslast nánar eftir atvik-
unum, og þessi beina aðdróttun gef-
ur grun hans þá svörtu vængi, sem
byrgja honum alla sálarsýn. Hann
sekkur á kaf í myrkur örvæntingar
og viljaleysis.
Þá er það, að litla stúlkan frá
Hruna, dóttir Gunnlaugs austfirð-
ings, skilur hvar högum hans er
komið, og fær með kvennlegri
bragðvísi bent honum á ótvíræðar
sannanir fyrir sakleysi konu hans.
Við það tekur Sturla aftur til
starfa, — breyttur maður. Hann hef-
ir fundið vanmátt sinn, sá sterki
maður, og honum hefir lærst að
meta styrk góðvildar og trausts.
Héðan af lætur hann enga synjandi
frá sér fara, heldur réttir öllum,
sem hann getur, hjálpandi hönd. Og
með hjálp vinar síns, Gunnlaugs,
sem reynist eins mikill ráðagerða-
maður í raun eins og hann er hrað-
lyginn, þegar honum býður svo við
að horfa, — með hjálp hans stofn-
ar Sturla fyrsta kaupfélagið þar í
sveitum. Hitt er þó mest um vert,
að hugarfar hans er breytt: hin
kristna bræðralags hugsjón er nú
runnin honum í merg og blóð.
Persónulýsingarnar í þessari bók
eru að vanda góðar, en þó ekki allar
jafnt. Drengskapar- og dugnaðar-
maðurinn Sturla er mjög auðkend-
ur í athöfnum og máli, sömuleiðis
Gunnlaugur austfirðingur, vinur
hans, sem dreginn er eftir Gunnari
á Fossvöllum Jónssyni, hraðlygn-
asta skröksagnahöfundi austan-
lands. Gunnlaugur er duglegur bú-
maðdr og hygginn ráðagerðamaður
og það, sem hann skortir á hreysti
og kempuskap Sturlu, vinnur hann
upp með vopnfimi lygasagna sinna,
þótt þær séu aldrei sagðar öðrum
að meini.
Þau Hamrahjónin og Vindingur
kaupmaður eru af sama tói spunn-
in og Sturla, þótt þetta fólk sé alt
á öndverðum meið við hann og neyti
aðstöðu sinnar til að leika hann
grátt, en þó innan vissra takmarka
drengskaparins.
Hinsvegar er Neshólahyskið, ná-
grannar Sturlu, af alt öðru sauða-
húsi. Þetta fólk liggur í leti og
ómensku og reynir að lifa af því að
bakbíta náungann. Hér er samvisku-
leysi glysgirni og dýrsleg nautna-
sýki landlæg og ættgeng, einkum i
kerlingunni, sem hefir haft fram hja
bónda sínum og eignast þannig
ógæfumanninn og illmennið Magn-
ús. Hinsvegar skortir ekki góðar
taugar í húsbóndann Einar og börn
hans, þótt uppeldið og einkum
kvonfangið hafi spilt honum, enda
tekur hann sinnaskiftum í sögulok
á þann hátt, að hann brýtur af sér