Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 63
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN FIMMTUGUR
45
ok kerlingarinnar. Öllu er þessu
fólki prýðilega lýst; það minnir á
Bollagarðahyskið í sögum Jóns
Trausta.
Það er einkennilegt að sjá höfuð-
andstæðingana á leiksviði bókarinn-
ar, Sturlu og Einar, báða taka sinna-
skiftum, ástæðan til þess er sýnilega
trú Hagalíns á manngildið. Allar
hinar persónurnar eru óbreyttar
söguna í gegn.
Ef Neshólahyskið rekur erindi
andskotans og Marðar, Gunnlaugur
austfirðingur fer með hlutverk
Njáls, en Sturla sjálfur er sporgeng-
ill Gunnars á Hlíðarenda, þá boða
þau Þorbjörg húsfreyja og einkum
Björn gamli mildi og mannkærleika
kristins dóms. Að vísu skortir Þor-
björgu ekki heldur ókristilegan
skörungskap og heiðna harðfylgni
gegn óvinum sínum, enda er hún
allsamsett persóna og ef til vill sú
sem höfundi tekst stundum síst að
iýsa, þótt ekki fatist honum djúp-
skygni á sálarlíf hennar, þar sem
hann lýsir hinum dulrömmu áhrif-
um Magnúsar á hana.
Hinsvegar er gamli Björn alveg
hreinn fulltrúi kristninnar, eins og
hann hefir lært hana af meistara
Vídalín og í daglegum samræðum
við sína sælu ektakvinnu, Guðrúnu.
£*ess er þó fyllilega gætandi, að hinn
^oildi drottirin Björns er all-ólíkur
hinum reiða guði Vídalíns og kenn-
ir þar nútíðarskilnings, hvort sem
hann á að skrifast á reikning Guð-
rúnar eða ekki. Hitt er víst, að
myndin af þessum hálf-elliæra
karli, sem talar við sjálfan sig og
Huðrúnu sína eins og hún væri hjá
horium, er mjög skýr og skopleg.
þótt höfundur glettist við gamla
Björn, þá leggur hann á tungu
hans dýpstu speki og alvarlegasta
boðskap bókarinnar. Björn gamli
er þannig “einn af postulunum.”
Árið sem Sturla í Vogum kom út,
skrifaði Hagalín fyrsta uppkastið
að Kónginum á kálfsskinni, eða
Hrœreki á kálfsskinni eins og hann
kallaði bókina í frumdrögum. Árið
eftir, 1939, kom út kverið Hagalín
segir frá, með minningum úr Noregs
för hans, skemtilega skrifuðum. Þar
í er saga um kvennskörung, er minn-
ir á konur úr forneskju, en “hún hét
bara Hansína,” og kallar Hagalín
söguna svo. Einna skemtilegastar í
þessu kveri eru þó frásagnir Haga-
líns af brösum þeim, er hann átti í
við norska trúboða. En norsku trú-
boðarnir höfðu orðið honum að
söguefni í Kristrúnu í Hamravík, og
enn átti hann eftir að draga lær-
dóma af hegðun þeirra í Gróðri og
sandfoki 1943.
Um sumarið 1939 settist Hagalín
við að skrifa upp ævisögu Hjalta
skipstjóra Jónssonar eftir sjálfs
hans fyrirsögn. Varð það mikil bók
cg merk, er kom út í tveim bindum
1939, og nefnist Saga Eldeyjar-
Hjalta. Er hún skipulegri, en tæp-
lega eins fjörlega rituð og Virkir
dagar.
Kaflar úr Virkum dögum og ævi-
sögu Hjalta voru prentaðir upp í
Barningsmönnum Hagalíns, safni, er
út kom 1941. í því safni prentaði
Hagalín upp allar sjómannasögur
sínar frá fyrstu tíð, og jók þó þar
við þremur sögum, er hann hafði
skrifað á ísafirði 1940 og komið
höfðu í tímaritum: “Grásleppumóð-
irin,” “Bleikur,” og “Aðfangadag-