Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 71
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN FIMMTUGUR
53
kristindóm Hagalíns, eins og
Björn gamli í Sturlu í Vogum og
eins og litli silfurkrossinn í Blítt
lœtur veröldin.
Mest rækt er þó að sjálfsögðu
lögð við lýsinguna á Eiríki konungi,
hákarlaformanni og Kanaskelfi,
enda er sú mannlýsing bæði djúp
og þó einkum breið, þar sem mikill
meiri hluti bókarinnar er ritaður
frá hans sjónarmiði í hugrenningum
hans og tali, — þótt fyrir komi það
líka, að öðrum persónum sé gefið
orðið og hugrenningaleikurinn.
Þessi hugruna-stíll —stream of con-
sciousness style— er í beinu fram-
haldi af stíl Kristrúnar í Hamra-
vík, enda er mest lýst gömlu fólki
eins og henni, og er margt skylt við
hana í skoðunum og hugsunarmáta.
Til dæmis má geta þess, að setninga-
og hugrenninga-slitrin, sem mikið
or af í þessari bók og hafa sætt ákúr-
um ritdómara, eru yfirleitt einkenni
fólks sem komið er á raupsaldur-
inn, og sýnir Hagalín það með sam-
anburði á tali yngra fólksins, eins
°g Heiðu vinnukonu og Forstöðu-
Guðrúnar.
Yfirleitt virðist manni, að það
væri dauður maður, sem ekki kynni
að brosa að hugrenningum og tali
Kanaskelfisins, skensandi fólkið á
hressilegan sjómanna hátt og kross-
hölvandi veröldinni og kvennfólk-
lnu> — þótt sjaldan sé karl eins ill-
úðugur í raun og veru, eins og hann
er orðvondur í athugasemdum sín-
Um um tilveruna og náungann.
En þessi stíll, þótt fullur sé með
skens og skolíónir, er stundum nokk-
uð þungur og langdreginn og gerir
b°kina síður en svo auðlæsa. Tíminn
vorður að skera úr því, hvort menn
venjast þessum þunga stíl, eða
hvort hann verður til þess að menn
leggja bókina á hilluna. Hitt er víst,
að andstæðingar Hagalíns, kommún-
istar, hafa fordæmt bókina fyrir
hann —Tímarit máls og menningar
1945,— enda gefur hann mjög góð-
an höggstað á Hagalín mönnum, er
lesa bókina eins og andskotinn
biblíuna.
Móðir ísland er skrifuð seint á
stríðsárunum, eftir að Ameríku-
menn leystu Englendinga af hólmin-
um. Bókin lýsir nokkuð alment við-
brigðum manna, sem vanist höfðu
hinni hæglátu prúðmensku Eng-
lendinga, en fengu nú í staðinn
ærslamikinn hávaða þeirra Vest-
manna, sem eipkum bar á fyrst eftir
að þeir komu, og voru óvanir landi
og lýð.
Hagalín setur gamla konu af
Hamraslektinu, — þ. e. í ætt við
Hamrahjónin og Melakónginn og
“Frændur” Hagalíns, — niður í ná-
býli við bragga þeirra Ameríkan-
anna, og þótt þeir veiti henni ekki
verri búsifjar en það, að vaða stíg-
vélaðir yfir blettinn hennar, þá læt-
ur gamla konan ekki undir höfuð
leggjast að veita þeim lexíu í ís-
lenskum mannasiðum, gestrisni og
drengskap. Og þótt hún neyðist til
að gera þetta á brákaðri kvenna-
skóla- og Geirsbókar-ensku — því
déskotans hrognamáli þeirra ensku
— þá vinnur hún vonum bráðar
hylli Ameríkumanna og virðingu.
Og alt hefði nú verið gott, ef eigi
hefði þurft að kenna öðrum en hinu
útlenda setuliði mannasiði og dreng-
skap. En frá sjónarmiði gömlu kon-
unnar og margra fleiri góðra íslend-