Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 73
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN FIMMTUGUR
55
lenska gróandi í bókum Guðmund-
ar Daníelssonar, og vildi hann held-
ur benda íslenskum bókmentum á
þá leið.
Ári síðar tók hann viðfangsefnið
til ítrekaðrar meðferðar í ritgerða-
flokki, sem hann nefnir Gróður og
Sandfok —Sept. 1941 til maí 1942—
°g fjallar fyrst og fremst um áhrif
kommúnismans á íslenskt þjóðlíf og
íslenskar bókmentir.
Hér má geta þess, að Hagalín hefir
eigi aðeins verið á móti kommúnist-
um sem sósíaldemókrati, heldur
hefir hann sem rithöfundur átt
þeim heldur grátt að gjalda, því
þeir hafa ekki kunnað að meta verk
hans, eins og ljóslega má sjá á rit-
dómum frá Sturlu í Vogum til Kon-
ungsins í Kálfsskinni í Tímariti
Máls og menningar.
Eins og margir lítur Hagalín svo
a> að kommúnisminn sé eigi aðeins
trú — fagnaðarboðskapur um aust-
ræna lýðríkið — heldur líka rétt-
trúnaður, sem sverji sig í ætt við
kaþólskan rétttrúnað á annan bóg-
Jun en norsk-norræna ofsatrú og
amerískan revivalisma —Lárus Jó-
hannesson trúboða— á hinn.
Segir hann fyrst broslegar sögur
at fáránlegum rétttrúnaði annars
skynsamra bænda, sem hann hafði
kynst í Noregi. En þessar sögur
hætta að vera broslegar, þegar
hann sýnir fram á, að sami ofsi og
rétttrúnaður blómgist og dafni í ís-
enskri pólitík, og þó helst, að því
er Hagalín álítur, meðal hinna nú
afdönkuðu nazista og í flokki kom-
t^únista.
Telur Hagalín að þeir geri alt eft-
^ boði frá Stalin páfa í Moskva,
Vað svo sem heilbrigðri skynsemi
líði. Rekur Hagalín skifti þeirra við
sósíal-demókrata, þann flokk sem
Hagalín sjálfur fyllir, og telur hann,
að þeir hafi í þeim skiftum sýnt eigi
aðeins blinda hlýðni við boðin að
austan, heldur líka mjög óskynsam-
legt viðhorf við flokki, sem í öllum
efnum stóð þeim næst í skoðunum
og virtist vera sjálfsagður samherji
þeirra. Samt sem áður leituðu kom-
múnistar ekki samvinnu við sósíal-
demókrata fyrr en skömmu fyrir
stríðið —samfylkingin— og þá eftir
strengilegu boði að austan, af því að
leiðtogarnir þar höfðu séð sig um
hönd. Samvinnan tókst að vísu ekki
vegna þess, að sögn Hagalíns, að
sósíaldemókratar vildu ekki hlýða
valdboðinu frá Moskva.
í bókmentunum telur Hagalín að
kommúnistar skiftist í tvo flokka.
Annar flokkurinn eru kommúnistar
í Rússlandi, sem verða að skrifa já-
kvæðar örvandi bækur fyrir fólkið
og lofa stjórnina. Þessir menn vita
vel, hvað þeir eiga að skrifa, en
stundum ekki hvernig þeir eigi að
koma orðum að því. Telur Hagalín,
að boðorðin að ofan hafi yfirleitt
ekki bætt skáldskap þeirra.
í hinum flokknum verða kom-
múnistar utan Rússlands víða um
heim. Telur Hagalín, að hlutverk
þeirra sé fyrst og fremst, að vekja
óánægju lýðsins með hið ríkjandi
skipulag — eða skipulagsleysi — í
auðvaldslöndunum. Þeir skrifa því
helst þjóðfélagsádeilur í ýmsum
myndum, og oft verður starf þeirra
niðurrif, án þess að nokkuð sé bygt
upp í staðinn, enda séu rit þeirra oft
full með óþverra, hundsku og von-
leysi um bjartari framtíð.
Sömu aðferða þykir Hagalín