Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 74

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 74
56 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kenna í bókmentum íslenskra kom- múnista,*) einkum þeirra, sern ekki geti hrósað því að eiga inn- blástur snillingsins. Óttast hann, að þessi bókmentastefna geti átt það eftir, að verpa íslensk gróðurlendi svörtum auri, nema stíflur séu við settar. Lýkur Hagalín bókinni með ósk um það, að íslenskar bókment- ir mættu heldur taka hina þjóðlegu stefnu, þá er Nordal markaði þeim með íslenskri lestrarbók 1924, og einkum hinni stórmerku grein um “Samhengið í íslenskum bókment- um.” Þessa niðurstöðu Hagalíns má telja merkan vott um samhengið í hans eigin verkum, því hann skip- aði sér þegar í hinn þjóðlega flokk, þegar grein Nordals kom út. IV. Þótt hér að framan hafi verið taldar bækur Hagalíns, þær, er eigi voru út komnar, er ég skrifaði IS- unnar-grein mína um hann 1934, þá er langt frá því, að rithöfundarferli hans og bókum á þessu tímabili sé lýst til nokkurrar hlítar. Mest vantar á, að greinum hans í tímaritum og einkum blöðum sé nægur gaumur gefinn. Liggur mikill fjöldi greina eftir hann í Skutli og Alþýðublaðinu, sérstaklega, og er safn mitt af þeim mjög gloppótt. *) Haustið 1945 klofnaði hið íslenska rit- höfundafélag á skoðanamun kommíinista og ekki-kommúnista, Gengu hinir síðar- nefndu úr félaginu og stofnuðu Félag ís- lenskra rithöfunda með 18 meðlimum, en Hagalfn sem formanni. Meðal þessara voiai Davíð frá Fagraskógi, Jakob Thor- arensen, Kristmann Guðmundsson, Hulda o. fl. Lögðu þeir 18 saman sögur, kvæði og greinai’ í b6k, er þeir kölluðu Dynslcóga, og var gefin út af Bðkfellsútgáfunni í Reykja- vík 1945. Auk þess eru greinar í Nýju Landi, sem Hagalín var meðritstjóri að, í Nýjum Kvöldvökum —ritstjóri 1932— í Jörð og víðar; nú er t. d. að koma út merkur greinaflokkur um “Bókmentir og vandamálin” í Jörð 1946—’47. Aftur á móti hefi ég farið all-ná- kvæmlega yfir hin austfirsku blöð Hagalíns sjálfs, Austurland og Aust- anfara, og skrifað út af þeim grein um ritstjórn Hagalíns á þessum ár- um. Telja má, að hvergi megi rekja þroskasögu Hagalíns og sögu skoð- ana hans betur en í greinum hans, þótt hin stóra lína sé auðvitað jafn- greinilega mörkuð í skáldritunum. Á ritstjórnarárum sínum á Seyð- isfirði er Hagalín hálfgerður eða al- gerður heiðingi, og andar heldur kalt úr greinum hans til kirkju og klerka. Hann er þá undir áhrifum Nietzsches og fyrirlítur múginn. Með Brennumönnum, 1927, snýst hann á sveif jafnaðarmanna og fer virðing hans fyrir alþýðunni og áhugi hans fyrir uppreist hennar sívaxandi úr því. Smámsaman fer hann að líta prestana með velvilj- aðri augum, mun Einn af postulun- um vera síðasta bókin, þar sem hann sneyðir til prests fyrir rétttrúnað og bókstafsþrældóm, en það eru dygðir, sem Hagalín metur hvergi hátt, eins og sjá má af ádrepu hans til kommúnista hér að framan. En í síðustu bókum hans — fra Sturlu í Vogum til Konungsins i Kálfsskinni — heyrir maður se sterkara klukknahljóm hins gamla Vídalíns- og Hallgríms-kristindóms klingja gegn um þys daganna og verpa vonarblæ á framtíðina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.