Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 90
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Sjálf fjöllin voru freðin, dauð,
þar fékst ei bergmál neitt.
En brimið hátt við hamra sauð,
og holskeflunni ástir bauð.
Og sól að hafi settist, rauð,
— en sorgin vakti, þreytt.
Og nóttin kom — og nóttin leið,
og nýgræðingur hló,
og blöðin ungu brostu á meið,
er bjartur dagur reið á skeið.
En íslendingsins und ei sveið.
— Hann orti, barðist, dó.
m.
Nú berast raddir, ómar, austur hafið,
— en ei frá Grænlands fornu landnáms-tíð;
en samt er alt í sömu litum vafið,
og sama eðlis þessi “Orra-hríð”.
Það virðist nú að vorum málum hraki,
og vörnin þyngist hér við fall hvers manns.
Og hver, sem ekki á bróður sér að baki,
til bana og gleymsku er ævi-ferill hans.
Ef bróðir fellur, bróðir kemur annar
að berjast fyrir land sitt, tungu og þjóð;
ég veit að ennþá sagan þetta sannar,
þeir saman láta renna úr æðum blóð.
Og íslendingur aldrei hljóp frá merki,
en upp það tók, ef bróðir féll á jörð.
Frá fyrstu tíð hann var hinn stóri, sterki,
en stærstur þó, er orustan var hörð.
Hann hæddi flótta, fór sér hægt að vanda,
er framhjá geystist varðmannanna hjörð.
Hann bað þá ekki hlaupa, heldur standa,
og halda nú um foringja sinn vörð.
Þeir sögðu: farðu á flótta, hlíf þér sjálfum,
og fá þér skjól, því dauðinn bíður þín.
“Eg bind minn skóþveng. Huglausum og hálfum
ei hér ég fylgi — ísland bíður mín”.