Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 94
76
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
stúlkuna hvergi. Eg hentist af stað,
hljóp hingað og þangað eftir hljóm-
unum, en árangurslaust. Þó heyrði
ég stöðugt þennan ómfagra söng. Að
lokum dó hann út, hægt og hægt, og
virtist hverfa inn til fannbreiðanna.
Eg sneri áleiðis til bygða. Hafði
ekkert gaman af að ferðast hér leng-
ur. Eg var hættur að geta notið nátt-
úrunnar.
Tilveran var ömurleg. Eg var ekki
lengur hinn fyrsti maður, sem reik-
aði um hina fyrstu jörð, paradís guð-
anna við nyrsta haf. Eg skynjaði ekki
lengur línur og liti, og raddir náttúr-
unnar voru þagnaðar.
Jafnvel Erla var mér ekki kærri,
en hver önnur þroskuð kona. Hafði
ég ekki hitt aðra konu, sem var
henni jöfn, haldið öðrum líkama í
örmum mér jafn yndislegum?
Hafði ég ekki, þegar yndislegasta
stúlkan, sem ég taldi vera, var suð-
ur í Lido, fundið aðra jafndásam-
lega við fætur mér uppi á öræfum
íslands.
Tilveran lá framundan eins og
endalaust apalhraun, grýtt og úfið,
og lýgin glotti við mér í gerfi sann-
leikans. Mér fanst ég hafa safnað
þornum kynslóðanna í fætur mína
frá örófi alda og myndi halda áfram
að gera það um árþúsundir.
Nú fann ég, að hér hafði enginn
troðið áður.
Eg leit við — og sjá:
Það var blóð í slóð minni.
Á Jólunum 1 946
Jólin eru komin, og klukkurnar hringja,
kát sér leika hörnin og gleði-ljóð syngja;
Jólin eru sólskin í sál hinna ungu,
silfurstrengir óma frá hjörtum og tungu.
Kveldskuggarnir þéttast um ferðlúna fætur,
fámælt reynist sorgin um andvökunætur,
jólagleðin lækkar með líðandi árum —
leitar inn í skuggann með gránandi hárum.
Tárin verða að klaka en hlátur að hjarni
harmaþreyttur maður úr lífsglöðu barni,
vinir eru horfnir til helþagnarstranda,
hljóðar eru frásagnir eilífðarlanda.
Jón Jónatansson.