Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 98
80
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
dagsins var beðið með óþreyju og
eftirvænting, blönduðum nokkrum
kVjða um, hvernig takast myndi.
Loks rann þessi dagur úr djúpi
næturinnar heiður og fagur. Spáði
heiður himinn og hin bjarta sumar-
sól hita og þurviðri. Snemma sást
umferð mikil á strætum þorpsins.
Skrúðförin átti að leggja af stað kl.
hálf ellefu um morguninn og henni
var ætlað að koma á hátíðasvæðið
kl. ellefu. Af því gat þó ekki orðið
sökum þess að hornleikaraflokkur-
inn frá Morden tafðist á leiðinni
fyrir bifreiðar bilun og aðrar ástæð-
ur. Þessi meinlegi dráttur tafði dag-
skrána um liðugan klukkutíma. Átti
enginn hér sök á því, né heldur
hljómsveitin. Ósjálfráð atvik réðu
hér atvikunum sem oftar. — Það er
hinsvegar misskilningur, að þetta
hafi seinkað prógraminu um alt að
tveimur stundum. Menn reiknuðu
þá ekki tímann, sem það hlaut að
taka, að fara í gegnum þorpið, en á
meðan skemti fjöldi manns sér við
að skoða skrúðgönguna frá gang-
stéttunum á strætum bæjarins.
Winnipegborgar-búar munu ekki
hafa áttað sig á því, að við hér höfð-
um seinni tímann.
Þegar skrúðförin kom inn í garð-
inn gekk hornleikara-flokkurinn
fyrir henni og lék á hljóðfærin.
Fremst í fylkingunni fór dreki mik-
ill með gínandi trjónu en undir
seglum á öldukvikum sjó. Skyldi
hann tákna landnám Þorfinns Karls
efnis; en það hefir helst til oft
gleymst, að íslendingar urðu fyrst-
ir allra hvítra mann til að nema
land í Vesturheimi og byggja þar
ból. Það var ekki litlum erfiðleik-
um háð, að útbúa þetta skip. Loks
var gamall listibátur dreginn upp úr
Manitobavatni, en hann hafði á sín-
um tíma verið hið fegursta far og
eign auðmanns nokkurs frá Tor-
onto, er sumarbústað átti sér, um
eitt skeið, við Manitobavatn. — Að
lagi líktist báturinn að mestu þeim
kaupförum, sem Norðurlandaþjóð-
irnar notuðu til hafferða á víkinga-
öldinni. — Svipað lag er enn í dag
á færeyskum bátum. Drekahausinn
og sporðurinn voru smíðaðir af Sig-
urði Hólm á Lundar, af hinum mesta
hagleik gerðir. Dóttir hans, Mrs. J-
Sigurdson, hafði annast um máln-
inguna, enda er Mrs. Sigurdson list-
ræn með afbrigðum og hefir gert
mörg fögur málverk. Þau Sigurd-
sons hjónin voru á drekanum ásamt
tveimur mönnum. Skyldi fólk þetta
tákna Þorfinn, konu hans og hús-
karla. Var skipshöfn búin að forn-
um sið. Hornahjálmurinn, sem Þor-
finnur bar á höfði, hefir ollað
nokkru umtali, og var slíkt hjal
nokkuð út í loftið. Sérstakan her-
skrúða munu norrænir víkingar
naumast hafa átt sér, heldur keyptu
eða rændu sér vopnum og verjum
víðsvegar. Meðal Saxa virðist þessi
hornahjálmur hafa verið algengur
eftir ritum Tacitusar sagfræðings
að dæma. Hann varð síðan táknraenn
fyrir alla norðurlanda búa, og eftir
því hefir Malibarfélagið í Winnipe»
sjálfsagt farið, þegar það sendi okk-
ur þennan búning. Játað skal a
rómverska stálhúfan með skautinu
eða gríski topphjálmurinn eru miklu
tignarlegri höfuðbúnaðir og myn 1
ég hafa kosið mér annanhvorn
þeirra.
Auðsjáanlega hefir fregnriturum
blaðanna fundist mikið til um dre