Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 102
áður hefir ekki verið um getið. —
Vestan undir vegg bjálkahússins
sat blindur öldungur, Eiríkur
Scheving, með fiðlu sína og lék
nokkur lög. Mátti þetta minna á þá
tíð, er Eiríkur var helsti, og líkleg-
ast eini, fiðluleikari bygðarinnar og
spilaði á danssamkomum. Kviknuðu
þá tíðum þær ástir, er saman
tengja, og frá þeim samruna hjartn-
anna spratt hið unga mannlíf sveit-
anna.
Þegar menn höfðu matast var
aftur tekið til við dagskrána.
Fluttu nú þeir séra Albert E.
Kristjánsson og prófessor R. Beck
sín erindi sem bæði voru hin prýði-
legustu að efni og málfari. Mörg
kvæði voru flutt bæði fyrir minn-
um og sem heillaóskir til hátíðar-
innar. öll hafa þessi kvæði birst í
íslensku viku blöðunum og þess-
vegna engin ástæða að fjölyrða um
þau hér. Þessir ortu kvæðin: Vig-
fús J. Guttormsson, Dr. Sig. Júl.
Jóhannesson, Bergthor E. Johnson,
Ragnar Stefánsson, Hallur Magnús-
son og Magnús Markússon. Eitt af
þeim ungmennum, sem uppólust í
þessari bygð, Arthur Reykdal, orti
kvæði á ensku til bygðarinnar en
þar sem það barst ekki nefndinni í
hendur í tíma var það ekki upplesið
á hátíðinni. Einnig skemtu þau
Ingibjörg Bjarnason frá Winnipeg
og ólafur Hjartarson frá Steep
Rock með einsöngvum og voru
þeir vel þegnir. Mr. Gunnar Erlends-
son lék undir fyrir þau á slag-
hörpuna. Undirspilið fyrir Karla-
kórinn annaðist Miss Irene Gutt-
ormsson en fyrir smámeyja söng-
flokkinn lék Mrs. Victor Boulange
frá Lundar.
í enda programsins ávarpaði þing-
maður þessa kjördæmis, Chris Hall-
dórsson, hátíðar gestina fáeinum
orðum. Var svo þessu samkvænu,
sem Lundarbúar munu lengi minn-
ast, slitið.
Um kvöldið var dans stiginn 1
samkomusal þorpsins. Dansinn var
algjörlega undir umsjá unga fólks-
ins. —
Við vitum vel að ýmislegt var
ábótavant. Hitinn var lítt bærileg'
ur á bersvæði og gjarnan vildum
við hafa bygt limagarð fyrir skugga'