Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 103
DEMANTS AFMÆLIS-HÁTÍÐIN AÐ LUNDAR
85
skýli, en tíminn vanst ekki til að
gera alt sem hugurinn bauð. Þótt
heitt væri sýndust allir í hinu besta
skapi og höfum við ekki annað
hlerað en fólk væri sæmilega ánægt.
Margir voru langt að komnir:
vestan frá hafi, sunnan úr Banda-
n'kjum og jafnvel heiman af íslandi.
Eftir því sem næst verður komist
sóttu um þrjú þúsund manns há-
tíðina.
Að lokum má þess geta að lúðra-
sveitin skemti við og við allan dag-
inn.
Kvikmynd var tekin af hátíðinni
af “The National Film Board”.
Verður hún vonandi einhvern tíma
til sýnis.
Þrátt fyrir mikinn kostnað varð
talsverður hagnaður og á að verja
honum til að gefa út bók um hátíð-
ina og bygðimar.
■*.
Hafaldan háa
Hafalda, hafalda háa!
hlífstu við fleyinu smáa;
það er svo borðlágt og þolir ei skvettur;
það er of veikbygt fyr’ löðrunga-glettur.
Hossa því hóglega, alda,
í höfn yfir djúpið kalda.
Hafalda, hafalda háa,
hníg þú í djúpið þitt bláa.
Sofðu þar rótt, meðan sumarið líður;
síðar hann Kári í dansinn þér býður.
Sofðu uns lögst er í lægi
léttiskeið heima — af ægi.
Hafalda, hafalda háa,
heilsaðu foldinni áa.
Tak ofan fald þinn og lúttu með lotning.
Lát það ei gleymt, hún er Norðurhafs drotning.
Hafalda, hafalda háa,
heill færðu grund minna áa.
B. Þ.