Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 121
ÞINGTÍÐINDI
103
ur öSrum, en yngra fólkið flytur til annara
héra'Sa, eða öllu heldur til borgar og bæja,
víðsvegar um landið, og það hlýtur óhjá-
kvæmilega að setja merki sitt á íslenska
féiagsiífið I bygðinni.
Ekki hefir þó deildin lagt árar í bát enn
sem komið er, heldur reynt að halda I horf
inu eftir föngum, og leitast við að ljá lið
þeim málum, sem í þjóðræknisáttina
stefna,
Þrlr starfsfundir hafa verið haldnir á ár-
inu og einnig gekst deildin fyrir því, að
haldin var þjóðminningar-samkoma —
íslendingadagur — á síðastliðnu sumri. En
aðalstarfið hefir nú, eins og að undan-
förnu lotið að því að auka og endurbæta
bókasafnið, eftir því sem fjárhagurinn hef-
ir leyft, og munu útlán úr bókasafninu
hafa verið álíka og að undanförnu.
Samkvæmt skýrslu féhirðis urðu tekjur
á árinu, að viðlögðum sjóði síðasta árs
$50.71, en útgjöld $29.30. — Eftirstöðvar
til næsta árs $21.41.
Pyrir hönd deildarinnar “Snæfell”
Þórarinn Marvin, forseti
Einar Sigurðsson, ritari.
Skýrslan viðtekin samkvæmt tillögu dr.
Becks, sem Philip Pétursson studdi.
Ásmundur Jóhannsson og dr. Beck fóru
nokkrum orðum um Leifs Eirikssonar
styttuna og töldu líklegt að einhverjar
framkvæmdir myndu gerðar um að reisa
styttuna á þessu ári.
Skýrsla frá deildinni “Pjallkonan” I
Wynyard lestin af ritara. — Þingskjal no.
16. —
Skýrsla þjóSræknisdeildarinnar
Pjallkonan á Wynyard, Sask.
Tvo starfsfundi hélt deildin auk Ársfund-
ár á liðnu ári. Einnig stóð deildin fyrir há-
tlðahaldi 17. júní. Ræðumenn dagsins voru
Guttormur J. Guttormsson frá Riverton,
Man og Árni Sigurdson frá Seven Sister-
Palls, Man, frumort kvæði var flutt eftir
skáldið Tobias Tobiason. Æfður söngflokk-
Ur undir stjórn próf. S. K. Hall. skemti með
s°ng. Samkoman var vel sótt og vel rómuð
af öllum á eftir.
Þegar það fréttist að Karlakór Reykja-
' Ikur kæmi til Winnipeg og syngi I Winni-
Ueg I tvö kvöld I Civic Auditorium 1 staðinn
fyrir eitt eins og auglýst var, gekst deildin
fyrir því að fá niðursett far til Winnipeg;
föru svo samningar að sérstakur vagn —
special Coach — var fengin frá Wynyard
tU Winnipeg. tóku þátt I þessum hlunn-
Ihdum íslendingar I vatnabygðum frá Da-
f°e fh Foam Lake. 40 manns tóku far með
þessum special Coach og sá enginn eftir
þeim túr.
Eru þetta helstu atriði þess sem gerst
hefir hér. Deildin varð fyrir þeirri þungu
sorg að missa einn sinn mesta og besta
þjóðræknis-mann og íslending, Jón Jó-
hannsson, sem andaðist 2. febrúar 1947;
hafði hann um langt skeið forustu deildar-
innar, og var skrifari deildarinnar nokk-
ur seinustu ár til dauðadags. Er stórt skarð
höggvið I Islenskan félagsskap I þessari
bygð við fráfall hans, því hann var for-
vígismaður als þess sem Islenskt er og
var.
Fjallkonan sendir heilla óskir til þessa
þings og árnar heilla þingi og störfum þess.
Skýrslan viðtekin samkvæmt uppástungu
G. L. Jóhannssonar, studdri af T. J.
Gíslasyni.
pá bar ritari fram þá tillögu að deildinni
I Wynyard og fjölskyldu Jóns sál. Jó-
hannssonar skyldi vottuð samhygð þings-
ins út af fráfalli þessa ágæta félagsbróður
og mæta íslendings. Skyldi forseta og ritara
falið, að skrifa þetta samhygðar skeyti og
koma því á framfæri. Till. studd af dr.
Beck og samþykt.
Herra ðlafur Pétursson skýrði munnlega
frá störfum milliþinganefndarinnar I mál-
inu um fyrirhugað samkomuhús I Winni-
peg. Lausleg áætlun um kostnað $150.000.
Ritari lagði til að fimm manna þingnefnd
yrði skipuð I málinu. Till. studd af Einari
Haralds og samþykt. Útnefningu frestað.
Þá bar Mrs. B. E. Johnson, I forföllum
eignimanns síns, fram skýrslu minjasafns-
nefndarinnar. Gat hún þess, að engvir mun-
ir hefðu borist til nefndarinnar til viðbótar
við safnið.
Skýrslan viðtekin samkvæmt tillögu
ritara sem T. J. Gíslason studdi.
Skýrsla frá deildinni I Brown lesin af T.
J. Gíslasyni. — Þingskjal no. 17. —
Til Þjóðræknlsfélags íslendinga í
Vesturheimi
Morden, Man., febr., 1947.
Skýrsla deildarinnar Island 1946.
Aðeins 4 fundir haldnir á árinu 1946. —
Aðsókn að fundum var góð, og þeir voru
ánægjulegir.
Meðlimatala deildarinnar llk og að und-
anförnu; samt mistum við meðlimi, er burt
úr bygðinni fluttu.
Deild vor varð 26 ára gömul á eiðast-
liðnu ári. Við ætluðum okkur að halda upp
á afmæli deildarinnar með skemtilegri
samkomu, fá utanbygðar mælskumenn eða