Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 124
106
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sjálfa framhaldstilveru félagsins og fram-
haldandi varSveislu menningarverSmæta
vorra.
1. Þingið fagnar stofnun deildar aS
Lundar og undirbúnings aS stofnun deildar
á Hayland, Manitoba, og þakkar forseta
og öSrum stjórnarnefndarmönnum viS-
leitni þeirra I útbreiSslumálum, sem og
öðrum þeim, er lagt hafa þeim málum lið.
2. ÞingiS lýsir ánægju sinni yfir þarfri
og þakkarverSri fyrirlestrarstarfsemi Ice-
landic Canadian Club, sem undanfarið hef-
ir einkum miðað að því, að fræða yngri
kynslóð vora um íslenska landnema vest-
an hafs, sögu þeirra og starf, og með þeim
hætti glætt áhugann fyrir menningararf-
leifð vorri og þjóðræknismálunum.
3. ÞingiS vottaft- Islensku vikublöðunum
I Winnipeg og ritstjórum þeirra þökk fyrir
starf þeirra í þágu útbreiSslustarfsemi fé-
lagsins meS mörgum hætti, svo sem með
tilkynningum, frétta- og ritstjórnargrein-
um um þau mál.
4. ÞingiS felur væntanlegri framkvæmda
nefnd að leita fyrir sér um stofnun deild-
ar aS Langruth og annarsstaSar þar, sem
mögulegt kann að vera að koma á deildar-
stofnun.
5. ÞingiS beinir því til framkvæmdar-
nefndar, að aukna áherslu verði að leggja
á það, að stuðla aS starfi deildanna meS
heimsðknum af hálfu nefndarm. eSa þar
til kjörinna sendiboSa I umboSi hennar. og
meS því að vera deildunum liSsinnandi um
útvegun starfskrafta á samkomur. Er þetta
sérstaklega aSkallandi að því er varðar
þær deildir, sem erfitt eiga uppdráttar
vegna mannfækkunar, fjarlægðar eða
annara örðugleika. 1 þvf sambandi vill
nefndin mæla með því, sem hreyft var á
þinginu I fyrra, og forseti benti á í skýrslu
sinni, að félagið ráði sér launaðan út-
breiðslustjóra, sem ferðist milli deildanna
og dvelji hjá þeim um tfma eftir þörfum.
þar sem útbreiSslu og fræSslumálin eru svo
náskyld og samanofin, mætti aS líkindum
aS einhverju eða eigi litlu leyti sameina
starf slíks útbreiSslustjóra starfi umsjón-
armanns félagsins f fræðslumálum, sem
réttiiega hefir verið rætt um, aS við þyrfti
í þeim málum.
6. Nefndin vill að nýju vekja athygli
þingsins, og þá sérstaklega framkvæmdar-
nefndar og deilda, á hugmyndinni um
gagnkvæmar heimsóknir deildanna, þar
sem þvf verður viðkomið vegna fjarlægð-
ar. En meS þvf er átt við, að hópur
manna úr deildum heimsæki hver aðra og
taki þátt í skemtiskrá hvorrar annarar.
Hefir þetta gefist vel í ýmsum öðrum fé-
lögum, og var reynt í framkvæmd af sum-
um deiidum vorum fyrir fáum árum, meS
nokkrum árangri.
7. Nefndin vekur einnig athygli fram-
kvæmdarnefndar á því, aS mjög gagnlegt
myndi, ef hægt væri að útvega til láns,
leigu eða kaups kvikmynd af íslandi í lit-
um til notkunar í útbreiðsluferðum og til
sýningar á samkomum deildanna. Ennfrem
ur vill nefndin beina til framkvæmdar-
nefndar þeirri athyglisverðu hugmynd,
hvort eigi myndi unt aS láta gera skugga-
myndir — slides — af fslenskum sögu-
stöðum, meS gagnorðum enskum skýring-
um, sem nota mætti til þess sérstaklega að
draga athygli yngri kynslóðar vorrar að
sögu lands vors og mennlngu, bæði f út-
breiðsiu- og fræSslustarfsemi félagsins.
Á þjóðræknisþingi, 25. febr. 1947.
Mrs. H. G. Sigurdson, Richard Beck
H. T. Hjaltalfn J. J. Bildfell
Einar SigurSsson
Ritari lagSi til en G. L. Jóhannsson
studdi, aS nefndarálitið væri rætt liS fyrir
lið: Samþykt.
Fyrsta grein samþykt án umræSu.
önnur grein sömuleiðis.
SömuleiSis þriSja grein.
Fjórða grein samþykt, engar umræður-
Fimtagreinin var all mikið rædd og
voru allar raddir því hlyntar, að tilraun
skyldi gerð samkvæmt þvf, sem I grein-
inni stendur. Síðan var greinin samþykt
í einu hljóSl.
Sjötta grein samþykt án umræðu.
Sjöunda greinin nokkuð rædd og síðan
samþykt.
Var svo nefndarálitiS samþykt f heild
sinni eftir uppástungu H. T. Hjaltalíns
sem C. Indriðason studdi.
Þá las ritari Fróns skýrslu deildarinnar.
— Þingskjal no. 22. —
Skýrsla deildarinnar Frón yfir árið 1946
Svo sem aS undanförnu hefir aðalstarf
deildarinnar veriS falið f þvf, aS sjá um
undirbúning íslendingamótsins og starí-
rækslu bókasafnsins.
HvaS hið sfðara snertir, vfsast til
skýrslu bókavarðar, Davfðs Björnssonar,
sem alla reiðu hefir verið lögS fyrir þing'
ið. Ekki er samt úr vegi aS geta þess a
ðmögulegt hefSi veriS að gera eins rniki
bókakaup á árinu og raun varð á, ef a
bókavörSur hefSi ekki litiS eftir safninu
endurgjaldslaust. ‘'Frón” vill votta Davi
Björnssyni bestu þakkir fyrir þetta star