Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 132
114
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Society of Chamber Music in New York. —
Lýsa bréf þessi hinum ágætu hæfileikum
Agnesar.
Till. dr. R. Becks, a!5 fjársöfnun verði
haldið áfram, Miss Sigurdson tíl styrktar.
Till. studdi Guðm. Féldsted og var hún sam-
þykt. —
1 umboði stjórnarnefndarinnar gerði rit-
ari þá tillögu, að þessir væru kjörnir heið-
ursmeðlimir Þjóðræknisfélagsins:
1. Prófessor dr. Richard Beck. Studdu
margir þá tillögu og var hún samþykt með
lófataki.
2. Dr. Helgi Briem, aðalræðismaður, New
York, séra P. M. Pétursson studdi tillög-
una, og var hún samþykt með lófataki.
3. Sigurður þórðarson, söngstjóri Karla-
kórs Reykjavíkur. Ásmundur Jóhannsson
studdi tillöguna og var hún samþykt með
miklum fögnuði.
Flutti forseti nú stutt ávarp og þakkaði
fyrir góða samvinnu á árinu.
Var nú tekið til þeirrar dagskrár er
undirbúin hafði verið áheyrendum til
skemtunar.
Flutti dr. Beck afar sköruglegt og vel-
hugsað erindi. Hefir það birst í blöðunum.
Fleira var þarna til skemtunar, meðal
annars “piano solo” Thoru Ásgeirsson,
hinnar ungu og efnilegu listakonu.
Að dagskránni loklnni var þinginu slit-
ið með því að syngja hina íslensku og
canadisku þjóðsöngva.
H. E. Johnson, ritari.
+.
Kraftur lýginnar
Fyrir nokkrum árum datt ríkisstjóranum í einu ríki Bandaríkjanna til
hugar, að senda föngunum I rfkisfangelsinu svartan hund, sem hann átti;
og segir hann svo sjálfur frá:
“Eg hugsaði mér, að ekki væri fjarri sanni, að fangarnir kynnu að hafa
gaman af, að hafa hund til að leika sér við. Og ég hafði haft rétt fyrir mér,
þvf hundurinn varð uppáhald allra fanganna, og leið þar vel.
Engum hefði samt getað dottið til hugar, hvað af þessu leiddf. Fregnriti
eins blaðsins skrifaði svo grein fyrir blað sitt, auðvitað í gamni, þess efnis,
að hundurinn hefði verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa drepið
kött. Söguskrattinn fiaug bókstaflega út um allan heim. Eg fékk bréf frá
öllum hornum jarðarinnar, sem víttu mig harðiega fyrir þá grimd og
miskunnarleysi, að setja saklausa skepnu í fangelsi fyrir það að fylgja
eðlisávfsun sinni. Neitanir og skýringar voru árangurslausar. Bréfin, sem
mestmegnis voru frá kvenfólki, héldu áfram að streyma inn öll þau ár.
sem ég var rfkisstjóri. Eg hefi aldrei séð átakanlegra dæmi þess, hve algjör-
lega þýðingarlaust það er, að reyna að bera lýgi til baka, sem einu sinni
kemst á flot”. —