Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Qupperneq 79
GÍSLI JÓNSSON:
Um mannanöfn — ó víð og dreif
Á árinu sem leið komu út þrír
bæklingar á föðurlandinu um
mannanöfn á íslandi. Auk þess
skrifar ritstjóri Skírnis hugleiðingar
um og í sambandi við þessa bækl-
inga. Ekki er það þó tilgangur minn
að gjöra neitt af þessum bókum né
heldur Skírnis-greinina að beinu
umtalsefni. En þær rumskuðu við
iöngu niðurbældu hugargrufli, sem
oft hafði verið að ónáða mig.
Mannanöfn, eins og þeim er hátt-
að í hinum vestræna heimi nú á
dögum, eru hálfgerðir vandræða-
gripir, jafnvel þar sem bezt lætur,
enda þótt án þeirra verði ekki kom-
izt og ólíklegt sé, að annað hag-
kvæmlegra kerfi um aðgreiningu
naanna og kvenna verði uppfundið.
Að líkindum hafa einhvers konar
nöfn fylgt mannkyninu frá örófi
alda eða frá því að mannskepnunni
fyrst hugkvæmdist að túlka þarfir
sínar með beitingu raddfæranna,
því naumast hafa bendingar og
bandapat getað fullnægt þörfinni til
lengdar. Ætla má, að í fyrstu hafi
nöfnin verið einföld hljóð eða köll,
sem einkenndu hvern um sig. Frum-
þjóðir, sem við þekkjum, t. d. Indíán-
ar og Eskimóar þessa meginlands,
komust af með eitt nafn, og eru þeir
þó óraveg komnir frá frummannin-
um, og voru það tíðast náttúrunöfn
~~ nöfn dýra, jurta, steina, vatns eða
^inda o. s. frv. Sama má reyndar
segja um mörg okkar fornu nöfn,
aem flest haldast enn við og benda
a sams konar menningarstig, svo sem
^jörn, Bersi, Bera, Öm (Árni), Ari,
Úlfur (-álfur, -ólfur), Egill, Hreinn,
Haukur, Hrafn (Rafn) o. s. frv. og
auk þeirra óteljandi samsett manna
og kvenna nöfn af sömu stofnum. Þá
eru og guða-nöfnin, heiðin og krist-
in, mest þó í samböndum. Goð eða
guð voru auðvitað orð í fornmálinu,
en Krist-nöfnin auk annarra biblíu-
nafna runnu í kjölfar hins nýja sið-
ar. Er það að því leyti athugavert,
að Kristur eða Christos var upphaf-
lega grískt uppnefni eða viðurnefni
á Jesú, en Jesú-nafnið sjálft finnst
hvergi í íslenzkum mannanöfnum
og líklega hvergi meðal kristinna
Evrópu^þjóða. En í Mexíkó og fleiri
Suður-Ameríku ríkjunum er það
algengt.
Löngu síðar, en þó snemma á
þroskunarstigi talaðs máls, hafa
menn tekið upp á því að kenna sig
við foreldri. Sést það bezt á því, að
föðurnafnið varð ofaná. Það hefir
verið á því stigi, er konan var eign
mannsins eins og hestar, sauðir,
hundar og svín, og naumast talin
með mönnum. Allt mælir þó með
því, að barnið væri kennt við móð-
urina, sem er algjörlega ábyrgðar-
full fyrir lífi þess frá getnaði til
fæðingar og meira en að hálfu til
þroska aldurs — að maður ekki tali
um þægindin, sem fylgja því að
þurfa ekki að feðra það, ef svo vildi
verkast. Heyrt hefi ég um eyjar í
Suðurhöfum, þar sem konan er höf-
uð fjölskyldunnar, en á íslandi man
ég ekki eftir í svipinn um aðra, sem
kenndir voru við mæður sínar, en
Droplaugarsonu á landnámstíð og