Hugur - 01.06.2009, Side 7
Inngangur ritstjóra
5
um stöðu kvenna í heimspeki.3 Þar kom fram að hlutfall kvenna í fullu starfi við
breskar heimspekideildir er 18%, umtalsvert lægra en við sagnfræðideildir (32%)
og við sálfræðideildir (39%). Astandið í Bandaríkjunum virtist svipað, með 22%
hlutfall kvenna við þær átta heimspekideildir sem teljast bestar samkvæmt hinu
áhrifamikla „Philosophical Gourmet Report“4 sem haldið er úti af heimspeki- og
lagaprófessornum Brian Leiter. Þess má einnig geta að við ástralskar heimspeki-
deildir er hlutfall kvenna í föstu starfi 23%. Skömmu síðar var viðbótarkálfur The
Chronicle of Higher Education helgaður akademískri fjölbreytni og þar var m.a.
grein um slæma stöðu kvenna í heimspeki, „Wanted: Female Philosophers, in the
Classroom and in the Canon“.5 Kringum þessar greinar spunnust miklar umræður
á netinu á bloggum sem fjölsótt eru af enskumælandi heimspekingum6 og fram
komu ýmsar hugleiðingar um mögulegar ástæður þess að konur virtust fyrirferð-
arminni í heimspeki en mörgum öðrum greinum.
Það að konur sæki síður í heimspeki en margar aðrar greinar, hefji síður heim-
spekinám, hættí í miðju námi eða hverfi jafnvel úr greininni eftir að námi er lokið
á sér trúlega margar samverkandi skýringar og verða þeim ekki gerð endanleg skil
hér. Meðal þess sem nefnt heför verið er að það fæli konur frá að mikill meirihluti
lesefnisins í heimspekinámi sé skrifaður af körlum, að konurnar skorti kvenkyns
fyrirmyndir og að þær hafi ekki jafngreiðan aðgang og karlar að handleiðslu þeirra
sem reyndari eru í faginu. Oll þessi atriði hafa einnig átt við um ýmsar aðrar grein-
ar þar sem íjölgun kvenna heför samt sem áður verið hraðari en í heimspeki þann-
ig að ein og sér duga þau ekki sem skýring. Ásamt öðrum þáttum geta þau þó haft
áhrif. Ef horft er til þess sem einkennir heimspekina sérstaklega heför stundum
verið talað um að stífni og árásargirni sem getur fylgt heimspekilegri rökræðu
kunni að fæla konurnar frá. Mörgum kvenkyns heimspekingnum til mikillar ar-
mæðu (og sjálfsagt mörgum karlinum h'ka) vill þessi skýring stundum umbreytast
í það að konur séu síður hæfar en karlar til að stunda agaða rökhugsun eða að þær
þoh síður álag og nákvæmnisvinnu. Þó geta flest þau sem þekkja til borið vitni um
að rökvísi og kerfisbundinni hugsun þurfi alls ekki að fylgja sá hvimleiði niður-
rifsstíU sem sumir virðast tileinka sér, og þvælist í raun og veru bara fyrir frjórri
heimspekilegri rökræðu. Annað sem bent heför verið á er að femínísk heimspeki
eigi erfitt uppdráttar innan fagsins, m.a. er það velþekkt að afar erfitt sé að fá
greinar um femíníska heimspeki birtar í öðrum tímaritum en þeim sem eru sér-
staklega eyrnamerkt tíl þess arna. Hver ástæðan er svo fyrir þessu liggur kannski
3 Brooke Lewis, „Where are all the women?“, The Phitosophers' Magazine, 47. Birt á vefsíðu
ritsins 2. september 2009.
4 http://www.philosophicalgourmet.com/default.asp
5 Regan Penaluna, „Wanted: Female Philosophers, in the Classroom and in the Canon", 1he
Chronide ofHigher Education, 11. október 2009.
6 Líflegustu umræðurnar voru í mörgum færslum um efnið og athugasemdum við þær á
Feminist Philosophers, http://feministphilosophers.wordpress.com og Leiter Reports, http://
leiterreports.typepad.com. Jafnframt er rétt að benda á pistil á The Edge of the American
West, http://edge0fthewest.w0rdpress.c0m/2009/10/07/thats-a-funny-place-t0-keep-y0ur-
reasoning-ability/ og gott yfirlit umefniðmáfinnaá Thoughts, Arguments, andRants, http://
tar.weathers0n.org/2oo9/1o/14/gender-balance-in-philosophy-departments-across-the-
world/.