Hugur - 01.06.2009, Side 9

Hugur - 01.06.2009, Side 9
Inngangur ritstjóra 7 Ekki aðeins er það mikilvægt að konur séu sýnilegar sem heimspekingar, heldur þarf að vera ljóst að konur leggi smnd á alls konar heimspeki. Einn tilgangurinn með því að hafa heimspeki kvenna sem þema er að gefa mynd af þeirri breidd sem finna má í þeirri heimspeki sem konur iðka. Þó að femínísk heimspeki sé t.d. mikilvæg og góðra gjalda verð má það ekki verða að kröfu á hendur öllum konum í heimspeki að þær leggi hana fyrir sig enda fáránlegt að gera ráð fyrir að áhuga- svið kvenna séu einsleit. Bandaríski heimspekingurinn sem situr fyrir svörum í viðtali Hugar að þessu sinni er gott dæmi um þessa breidd. Louise Antony hefur sinnt rannsóknum í málspeki, hugspeki, þekkingarfræði og femínískri heimspeki en jafnframt hefur hún látið að sér kveða í skrifum um trúmál og siðferði og um stjórnmál. I viðtalinu segir hún Astu Kristjönu Sveinsdóttur frá reynslu sinni af námi og starfi innan heimspekinnar og hugmyndum sínum um náttúruhyggju, þekkingarfræði og siðferðilega hluthyggju. Efni greinanna sem falla undir þema ársins er margvíslegt. I grein sinni „Um femíníska gagnrýni á kanónu og menningu heimspekinnar" fjallar Sigríður Þor- geirsdóttir um fjarveru kvenna úr heimspeki og umræðu femínískra heimspekinga um mögulegar ástæður fyrir henni. Sigríður segir frá gagnrýni ýmissa heimspek- inga á að regluritverk heimspekinnar sé svo til allt skrifað af körlum og á það karlmiðaða andrúmsloft sem ríkjandi hefur verið í heimspeki. Að lokum reifar hún hugmyndir um mögulegar leiðir til úrlausnar. Grein Astríðar Stefánsdóttur, „Fósturgreiningar: Tengslin við læknisfræðina, ófullkomleikann og lífshamingj- una“, fj allar um siðferðileg álitamál sem upp geta komið við greiningar á fóstrum þar sem fötlunarfræðin og læknavísindin hafa tekist á. Fötlunarfræðingar og tals- menn fatlaðra hafa stundum gagnrýnt læknisfræðina fyrir að einblína á galla ein- staklingsins og reyna í kjölfarið að breyta einstaldingnum til að gera hann „eðli- legan“. Ástríður heldur því fram að þessi gagnrýni gefi þrengri mynd af læknisfræðinni en verðskulduð sé en að jafnframt séu í henni atriði sem mikilvægt sé að læknar gefi gaum. Ásta Kristjana Sveinsdóttir fjallar um frumspeki félags- legra tegunda í grein sinni „Fólkstegundir: Um veitingu félagslegra eiginleika". Svokallaðir veittir eiginleikar eru, samkvæmt greinargerð hennar, eiginleikar sem við sem samfélag veimm ýmsum hlumm, t.d. fólki. Þeir em því þess eðlis að hlut- irnir hafa þá í krafti þessarar veitingar. Ásta færir rök fyrir því að bæði félagslegt kynferði og það sem kallað hefur verið líffræðilegt kyn séu veittir eiginleikar. Síð- asta þemagreinin er grein Sigrúnar Svavarsdótmr sem birtist hér undir heitinu „Hvernig hvetja siðferðisdómar?“. Sigrún andmælir þar siðferðilegri hvatainn- hyggju sem er sú kenning að þeir siðferðisdómar sem við fellum hafi í eðli sínu hvetjandi áhrif á okkur til að hegða okkur í samræmi við þá. Hún lýsir dæmum af fólki sem fellir fullgilda siðferðisdóma án þess að finna fyrir hvatningaráhrifum og heldur því fram að sh'k dæmi hreki innhyggjuna. Sigrún telur að hvatningu til siðferðilegrar hegðunar sé að finna í einhveiju sem er að minnsta kosti hugtakalega aðskilið frá siðferðisdómum. Aðrar greinar sem birtast að þessu sinni eiga sér líka óh'k viðfangsefni. í „Hung- ursneyð, velmegun og siðferði“ færir Peter Singer rök fyrir því að íbúum velmeg- andi ríkja beri skylda til að styrkja í verulegum mæh fólk í fjarlægum löndum sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.