Hugur - 01.06.2009, Page 15
►Náttúruhyggjan er rauöiþráðurinn
13
Þannig aðþúþurftir að sannaþig meira en samstúdentarnir?
Já, ég held það hafi verið annars vegar það, og hins vegar það sem við kennum við
einsdæmi, og þó nokkuð hefiir verið skrifað um að undanförnu. Það að vera eins-
dæmi í einhverjum hópi getur haft áhrif á andlegt ástand og árangur viðkomandi.
Þetta er þegar einhver eiginleiki viðkomandi persónu er félagslega mikilvægur og
tengist ákveðnum neikvæðum staðalmyndum eða gildum. Mér fannst ég vera
loddari og beið alltaf eftir því að allir áttuðu sig á að ég ætti ekki heima í Harvard.
Mér gekk vel í náminu, en leið illa. Eg varð þó ekki fyrir kynferðislegri áreitni eins
og svo margar sem ég þekki. Sem betur fer var ég laus við það.
Hvað tók svo við að doktorsþrófi loknu?
Við Joe [Levine] stóðum annars vegar frammi fyrir því sem kallast „the two body
problem" og hins vegar því að vera að stofna til fjölskyldu jafnframt því að kenna
við stofnanir sem gáfu ekki kost á barnsburðarleyfi. Þetta var nú ekkert grín. Joe
endasentist milli Boston University og Bates og á tímabili lét ég taka fyrirlestrana
upp á myndband þar sem ég gat ekki mætt á staðinn og haldið þá. Sem betur fer
vorum við mjög samstíga í uppeldinu og þessi tími leið. En ekki vildi ég upplifa
hann á ný!
Ogþað kom ekki tilgreina að taka hléá kennslu meðan á barneignunum stóð?
Nei, ég hefði aldrei fengið kennarastöðu með því móti. Það er mjög erfitt fyrir
konur að koma aftur inn í akademíuna eftir að hafa tekið sér hlé. Akademískur
frami er venjulega óhugsandi ef maður gerir það. Þetta er svipað og með vinnu-
markaðinn almennt. Geri kona hlé á þátttöku sinni á vinnumarkaðnum er það svo
að þegar hún kemur út á hann aftur gerir hún það á lægra þrepi en hún var á þegar
hún fór. Og svo er náttúrulega vinna innan heimilis einskis metin þegar út á
vinnumarkaðinn kemur. Þó nokkuð hefúr verið skrifað seinustu áratugi um vinnu
innan heimilisins og hlutverk hennar innan hagkerfisins í heild en við eigum langt
í land með að meta hana að verðleikum.
Ég erfarin að sjá greinilega tengslin á milli reynsluþinnar ogfræðilega grunnsins og
þess sem þú skrifar um!
Já, sumt af því sem ég skrifa um í femínískri heimspeki er til komið af biturri
reynslu sem ég vildi svo gjarnan að aðrir þyrftu ekki að upplifa. Og hvað varðar
viðfangsefnin í trúarheimspeki, þá eru þetta spurningar sem hafa verið mér á vör-
um svo lengi sem ég man eftir mér. Náttúruhyggjan liggur í gegnum allt eins og
rauður þráður og ég hef auðvitað eytt mestum hluta starfsævi minnar í að fást við
viðfangsefni í málspeki, hugspeki og þekkingarfræði út frá náttúruhyggjusjónar-
miði. Annars prísa ég mig sæla fyrir að fá borgað fyrir að hugsa og skrifa og kenna.
Það eru forréttindi á okkar tímum að fá að gera það.