Hugur - 01.06.2009, Page 21

Hugur - 01.06.2009, Page 21
Um femíníska gagnrýni á kanónu og menningu heimspekinnar 19 hluti kvenheimspekinga sem stundar beinar rannsóknir á sviði femínískrar heim- speki, en þeir eiga sér einnig samstarfsmenn úr röðum karla.13 Sú staðreynd að heimspekihefðin er afsprengi „látinna hvítra karlmanna" og oft kveníjandsamleg hefúr gert sumum femínískum heimspekingum ómögulegt að samsama sig henni. Höfnun á hefðinni í nafni ákalls um að heija heimspeki á nýjum forsendum á þó ekki miklu fylgi að fagna. Róttækt endurmat femínista á ríkjandi hefð felst einkum í annars konar lestri á hefðinni, sem getur falið í sér afbyggingu á sexískum hugmyndum hennar eða þá viðleitni að varpa ljósi á þætti kenninga heimspekinga sem gefa tilefni til að auðga mannskilninginn. Ritröðin Re-reading the Canon er dæmi um slíka viðleitni. Hvert bindi raðarinnar er helgað femínískum túlkunum á heimspekingum hefðarinnar,jafnt heimspekingum hefð- bundnu kanónunnar allt frá Platoni til Heideggers og svo heimspekingum sem hafa staðið utan hennar á borð við Wollstonecraft og Beauvoir.14 Með þessari ritröð er leitast við að breyta og bæta við kanónu heimspekinnar. Að baki hugmyndinni um annars konar lestur býr krafa um endurmat á við- miðum og gildum kanónunnar. Spurt er hvað útilokun kvenna og lítilsvirðing gilda, sem hafa verið tengd kvenleika, segi um leiðandi hugtök heimspekinnar. Gagnrýni á einhliða hugmyndir um skynsemi og hlutlægni leiða til tilrauna til að setja fram raunsærri og auðugri hugmyndir um hið vitsmunalega og um hlutlægni. Tilraunir í þessa veru einskorðast ekki við femínískar greiningar á þessum hug- tökum, en þær eru mikilvægur þáttur í því að hugsa og greina þessi hugtök á forsendum margbreytilegri hugmynda um manninn en hafa verið við lýði lengst af í sögu heimspekinnar. Nefna má skrif Söndru Harding um hludægni og hlut- lægniskröfu vísinda, en Harding hefur sett fram kenningu um „staðsetningu" sem sýnir fram á að þekking er ævinlega staðsett og skilyrt af þeim samfélagslegu og menningarlegu aðstæðum sem hún er sprottin úr. Reyndar eru femínískir heim- spekingar ekki einir um að gagnrýna hlutægnishugtök með þessum hætti, en sér- staða þeirra felst í að þeir gera það út frá hugmyndum um kynjamismun. Með kenningu sinni boðar Harding hvorki afstæðishyggju um þekkingu né grefur hún undan möguleikanum á hlutlægni. Viðleitni hennar miðar að því að víkka út við- mið hlutlægni með því að taka fleiri viðmið inn en hefð er fyrir. Með því að kynna viðmið sem hafa verið tengd konum eða öðrum menningar- eða minnihlutahópum leggur hún lóð á vogarskálar meiri fjölhyggju um aðferðafræði vísinda.15 Annað dæmi eru skrif Nussbaum um siðferði, en greining hennar á tilfinningum, mann- legum tengslum og aðstæðum er til þess faflin að draga upp íjölbreytilegri mynd af samhengi siðferðilegs lífs. Fyrirbærafræðilegar rannsóknir Iris Marion Young og Söru Heinámaa á líkamleika gagnrýna kartesíska tvíhyggju hugar og h'kama 13 Sjá James P. Sterba, Controversies in Feminism (Lanham: Rowman 6c Littleíield, 2000); Warren Farrell, Steven Svoboda og James P. Sterba, Does Feminism Disariminate against Men? (Oxford: Oxford University Press, 2007); Carol Pateman og Charles Mills, Control andDomination (London: Polity Press, 2007). 14 Bókaröðin Re-reading the Canon er geíin út af Penn State University Press. 15 Sandra Harding (ritstj.), 7he Feminist Standpoint 'Jheory Reader: Intellectual and Political Controversies (London: Routledge, 2003).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.