Hugur - 01.06.2009, Side 25
Um femtníska gagnrýni á kanónu og menningu heimspekinnar
23
vanmætti hennar er að yíirfæra hann yfir á vanhæfni kvenna til að hugsa heim-
spekilega. I samanburði við konur, sem eiga ekki að geta hugsað heimspekilega,
eru karlar í heimspeki að minnsta kosti færir um eitthvað, nefnilega að hugsa. Við
þessum komplex heimspekinga er aðeins til eitt svar að mati Le Doeuff. Heim-
spekin þarf að læra að sætta sig við að hún er ófullgerð þekking. Ef hún gengst við
því hættir hún að færa eigin ófuUkomleika yfir á konur og börn. Það hefur háð
heimspekinni of lengi að hún er föst í hugmyndum um sjálfa sig sem handhafa
sannrar þekkingar og sannleika. Þar að auki telur Le Doeuff að heimspekingar
hafi lengi vel óttast að ef konum er hleypt inn í greinina gjaldfalli heimspekin.
Heimspeki skapar sjálfa sig í því sem hún bælir og þetta viðfang bælingar er þess
vegna hluti hennar, viðfangið er það sem er hafnað. Le Doeuff kemst þess vegna
að þeirri niðurstöðu að þegar andfemínistar hefðarinnar tali um konur yfirfæri þeir
þrár sínar og kvíða, og leitist við að láta þessa orðræðu þrár og varnar hljóma eins
og vitsmunalega orðræðu. En hvernig birtast þær hindranir eða það takmarkaða
leyfi kvenna, sem Le Doeuff íjallar um, í samtímanum?
Menning háskólaheimspekinnar
Þá erum við komin að þriðja hluta þessa ágrips, en ég vil enda það á að reifa stöðu
femínískrar heimspeki og stöðu minnihlutahópa í heimspekideildum á Vestur-
löndum. Eg styðst við nýleg skrif Sally Haslanger og Mörthu Nussbaum sem og
skrif Le Doeuff. Þær síðarnefndu þalla um stöðu kvenna, en Haslanger fjallar auk
þess um stöðu óhvítra og annarra minnihlutahópa og ræðir stöðu femínískrar
heimspeki og heimspeki minnihlutahópa í því samhengi.
Lítum fyrst á hvað Haslanger, prófessor í heimspeki við MIT, skrifar um stöð-
una eins og hún birtist henni þegar hún lítur yfir svið bandarískra heimspeki-
deilda. Að hennar dómi er afar erfitt að finna deild í heimspeki sem er ekki
„óvinveitt konum og minnihlutahópum, eða gerir í það minnsta ráð fyrir að heim-
spekingur sem á velgengni að fagna eigi að líta út og hegða sér eins og (venjulegur,
hvítur) karl.“ Konur vilja, að því hún heldur, „gott vinnuumhverfi og gagnkvæma
virðingu", en háskólaheimspeki býður „oftast nær ekki upp á það” (Haslanger
2008: 212). Haslanger dregur ekki dul á tilfinningar sínar, en hún segir í upphafi
greinar sinnar „í mér ólgar reiði“. Það ólgar í henni reiði vegna þess viðmóts sem
hún og aðrar konur, óhvítir og öðruvísi fólk sem samsvarar ekki viðteknum hug-
myndum eða óskráðum reglum hafa mætt í heimspeki. Samt er hún, eins og hún
segir sjálf, heimspekingur sem hefúr notið mikillar velgengni í greininni miðað við
viðtekna staðla um árangur.
Haslanger leitast við að skýra það viðmót sem hún heför mætt með hugmynd-
inni um skemahugsun. Ómeðvituð hlutdrægni birtist henni sem „skema“ og á hún
við hugsunarskema. Það er hægt að umorða skema sem klisjuhugmyndir um kon-
ur og ákveðna hópa, einkenni þeirra og dæmigerða eiginleika. Hugsanaskemu
leiða til væntinga. Þau lita viðhorf og dóma sem birtist í dómnefndaráhtum, mati
á greinum o.s.frv. Haslanger gerði sjálf rannsókn á kynjahlutfalli greina í virtum