Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 26
24
Sigríður Þorgeirsdóttir
heimspekitímaritum, sem var konum mjög í óhag. Hlutfall greina kvenna er frá
því að vera nokkuð lægra niður í það að vera mikið lægra en 20% hlutfall kvenna
í heimspeki (Haslanger 2008: 220-221). Afarlítið birtist um femíníska heimspeki
í þeim tímaritum sem Haslanger kyngreindi. Eitthvað er bogið við ritstjórnar-
stefnu og ritrýni-aðferðir að hennar mati íyrst kynjaskekkjan er jafn mikil og raun
ber vitni og ekki í samræmi við hlutfall kvenna í greininni. A þessu sviði er frekari
rannsókna þörf. I þessu samhengi er vert að minna á úttekt Þorgerðar Þorvalds-
dóttur sagn- og kynjafræðings á dómnefndarálitum við Háskóla Islands frá árinu
2002, sem sýnir hvernig kynjað orðalag, þ.e. orðfæri sem tengt er konum/kven-
leika, hefur verið notað til að gera lítið úr rannsóknum kvenna og einnig karla sem
voru ekki þóknanlegir og þurfti að tala niður.19 Einnig má benda á aðeins eldri
rannsókn Wennerás og Wold á jafningjamati sænska læknarannsóknavísinda-
ráðsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sem voru birtar í Nature sýndu fram á að
kvenumsækjendur um nýdoktorastyrki {postdoc-styúá) þurftu að sýna fram á 2,5
sinnum meiri afköst í rannsóknum en karlumsækjendur til þess að vera metnar til
jafns við þá.20
Haslanger skýrir andúð á femínískri heimspeki út frá einsleitni greinarinnar.
Svo virðist sem kreddufesta, sem birtist í áherslu á tiltekna vísindalega staðla, sé
að aukast innan heimspekinnar. Þessi aukna kreddufesta á að styrkja heimspeki í
sessi sem vísindagrein í rannsóknasamfélaginu, en hún helst einnig í hendur við
aukinn andfemínisma. Le Doeuff er á sama máli og Haslanger og telur þetta vera
hættumerki fyrir heimspeki. Hættan er sú að konur verði ofuraðlagaðar í þessu
umhverfi. Hún óttast einnig að skapandi heimspekiiðkun sé af þessum sökum ekki
helst að finna innan akademíunnar nú um stundir.
Haslanger rekur aukna vísindalega kreddufestu innan engilsaxnesku heim-
spekihefðarinnar til tvíhyggju sem samsvarar hefðbundinni tvíhyggju kynjanna.
Femínískir heimspekingar hafa bent á svo áratugum skiptir hvernig tvenndarpörin
vitsmunalegt/tilfinningalegt, líkami/hugur, náttúra/menning hafa verið ráðandi í
heimspeki og hvernig þau eiga sér samsvörun í hefðbundinni kynjatvíhyggju.
Hugtökin sem lýsa nálgun engilsaxnesku heimspekihefðarinnar kallast á við hug-
myndir um karlleika. Haslanger nefnir hugtök á borð við rigorous sem vísar til
stífni, reisnar og nákvæmni; seminal sem er dregið af sæði og vísar til þess að eitt-
hvað sé frjótt og áhrifaríkt; og penetrating sem vísar til þess að stíllinn sé skarpur,
nístandi, smjúgi í gegn og sé fær um að miða, ráðast á og rústa (Haslanger 2008:
213). Fólk af óhvítum kynþáttum er h'kt og konur oft talið nátengdara náttúru og
þar af leiðandi líkamlegra og óvitsmunalegra, en hlutfall fólks af öðrum kynþátt-
um en hvítum við bandaríska háskóla er um 5% (Haslanger 2008: 213).
19 Þorgerður Þorvaldsdóttir, ,,‘Kynlegar víddir í dómnefndarálitum?’ Er kynbundinn munur á
umfjöllun um karl- og kvenumsækjendur í dómnefndarálitum Háskóla Islands?" (Jafnréttis-
nefnd Háskóla íslands, 2002). Skýrslan er aðgengileg á hcimasíðu jafnréttisnefndar: http://
www.hi.is/files/skjol/stjornsysla/kynlegarviddir_domnefndaralit.pdf
20 Christine Wennerás og Agnes Wold, „Nepotism and sexism in peer-review“. Nature, 387:
341-343, (1997).