Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 27

Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 27
Um femíníska gagnrýni á kanónu og menningu heimspekinnar 25 Femínismi á mun erfiðar uppdráttar í heimspeki en í flestum öðrum greinum hug- og félagsvísinda. Þetta hefur eitthvað að gera með hugsanaskema um heim- spekinga sem ofurvitsmunalega, karllega og hlutlæga. Skemað fyrir femínisma er aftur á móti kvenlegt, tilfinningalegt og pólitískt í víðum skilningi þess orðs. Það er t.d. erfitt að ímynda sér heimspeking sem unga barnshafandi konu í stuttu pilsi, eins og Robin May Schott skrifar um hina einsleitu mynd heimspekingsins (Schott 2006: 45). Heimspekin er þess vegna ekki laus við staðalmyndir um fag- manninn í greininni og Martha Nussbaum tekur undir þetta, en hún skrifar að leiðbeinandi hennar hafi bent henni á að hún ætti ekki að brosa svona mikið ef hún ætlaði sér að fá starf við heimspeki. (Reyndar var það fyrir 35 árum.) Hilge Landweer, heimspekingur í Berlín, er um þessar mundir að rannsaka habitus heimspekinga í Þýskalandi, en femínískir heimspekingar hafa átt erfitt uppdráttar í þýskri heimspeki.21 Hún telur að habitus þýskra heimspekinga standi greininni fyrir þrifurn. Imynd heimspekinga skeri þeim þröngan stakk, og þessi ímynd gerir hópum sem skera sig úr á einhvern hátt, bæði konum og körlum, erfiðara fyrir í greininni. Það verður h'ka að hafa í huga að það ríkir mikil samkeppni um kennslu- stöður í heimspeki við háskóla og femínískir heimspekingar eru keppinautar karla um stöður, og gagnrýni á femíníska heimspeki nýtist þess vegna til þess að halda femínískum heimspekingum utan deildanna. Menning háskólaheimspekinnar felur fleira í sér. Haslanger gerir að umtalsefni andrúmsloftið sem ríkir víða í heimspekideildum og þau félagslegu viðmið sem það endurspeglar. Það er harla óh'klegt að þetta „kuldalega andrúmsloft“ sem hún skynjar einskorðist við heimspekina innan háskóla, en hún fjallar einungis um þá fræðigrein vegna þess að heimspekin er sú grein sem hún þekkir af eigin raun. Hún tengir andrúmsloftið innan heimspekinnar ennfremur við ráðandi hugmynd- ir um greinina. Það sem hún segir einkenna menningu og andrúmsloft heim- spekideilda er einstaklingshyggja í athöfnum, í hugmyndum um greind og í af- köstum. Kanadíski rithöfundurinn Nancy Huston birti nýlega bók um samband svona fagmenningar og heimspekinnar sem hún kallar Prófessorar á barmi ör-vænt- ingar. Hún álítur tengsl vera á milli heimspekiprófessora og heimspeki undir merkjum tómhyggju og örvæntingar.22 Sjálfsagt eru slíkar tengingar óhóflega al- hæfandi, og fleira en einhver ein stefna innan heimspeki sem ýtir undir þann skort á umhyggju, þá tegund samkeppni, dómhörku og kvenfjandsemi innan heim- spekideilda sem Haslanger greinir. Samt sem áður staðhæfir Haslanger að það sé eitthvað til í þeim gamalkunnunga brandara að félagsfærni (karl)heimspekinga sé ekki mikil. Auðvitað er ástand og andrúmsloft heimspekideilda ekki alfarið ofur- selt þessum kulda. Þær Haslanger og Nussbaum alhæfa ekki um alla sína karl- kollega, enda talar Nussbaum um karla sem séu ekki svona og séu vinveittir fem- ínistum og femínískri heimspeki. 21 Hugtakið habitus er komið frá franska félagsfræðingnum Pierre Bourdieu. Það má þýða það sem háttur og það vísar til þess hvernig einhver ber sig að við tiltekna iðju eða ástundun sökum áralangrar dvalar viðkomandi á tilteknu afmörkuðu svæði hins félagslega rýmis. Nancy Huston, Professeurs de désespoir (Montréal: Actes Sud, 2004). 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.