Hugur - 01.06.2009, Side 32
HuGUR | 21. ÁR, 2009 | S. 30—51
Ástríður Stefánsdóttir
Fósturgreiningar
Tengslin við læknisfræðina, ófullkomleikann
og lífshamingjuna
Þó læknislistin sé göfugust allra lista, þá hefur
hún, vegna fáfræði bæði lækna og hinna hörðu
gagnrýnenda hennar tapað hinu góða orðspori
sínu.
Hippokratej1
í opinberri umræðu um fósturrannsóknir má sjá átök á milli tveggja póla; hinnar
læknisfræðilegu sýnar sem leggur áherslu á gildi og mikilvægi fósturrannsókna til
að fækka fæðingum barna með fötlun og hins vegar sýnar fötlunarfræðinnar sem
gagnrýnir fósturrannsóknir og telur þær grafa undan manngildi fólks með fötlun.
Frá sjónarhóli fötlunarfræðinnar tekur umræðan um fósturrannsóknir og afstaða
okkar til þeirra ekki nægjanlegt mið af sjónarmiðum fatlaðs fólks og aðstandenda
þess, og þar af leiðandi er hún á villigötum. Eitt af markmiðum fötlunarfræðinnar
sem fræðigreinar er að ryðja burt þeim hindrunum sem fatlað fólk býr við í sam-
félaginu.21 þeim fræðum er algengt að sjá gagnrýni á sjónarhorn og umfjöllun
læknisfræðinnar sem er þá lýst sem fræðigrein sem í sögulegu ljósi hefur tekið sér
vald þess sem sérþekkinguna heför og stuðlað að einangrun hins fatlaða einstakl-
1 Allar þýðingar á tilvitnunum i greininni eru gerðar af höfundi. Tilvitnun tekin úr formála
bókarinnar Hippocrates, Ihe Corpus (Kaplan Classics of Medicine), New York: Kaplan
Publishing, 2008, s. vi.
2 Ég mun í þessari grein ekki gera nákvæma grein fýrir fötlunarfræði sem fræðigrein en
bendi á umfjöllun annars vegar Dóru S. Bjarnason og hins vegar Rannveigar Traustadóttur
sem báðar eru mikilvirkir innlendir fræðimenn á þessu sviði. Aðgengileg umfjöllun um
fötlunarfræði sem fræðigrein má finna í grein Dóru Bjarnason, „Af sjónarhóli félagsfræði
og fötlunarfræða. Er lífið þess virði að lifa því fatlaður?“, Fylgirit 42 - Kerfisbundin leit að
fósturgöllum, Læknab/aðið, 2001 og í grein RannveigarTraustadóttur „Fötlunarfræði: Sjónar-
horn, áherslur og aðferðir á nýju fræðasviði", í Rannveig Traustadóttir (ritstj.), Fötlunarfrœði:
Nýjar is/enskar rannsóknir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003, s. 17-51.