Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 38
36
Astríður Stefánsdóttir
Eram við þar komin að öðram þætti sem einkenndi læknisfræði Hippokratesar
og átti eftir að móta vestræna læknisfræði. Hinn hippokratiski læknir sá sjúk-
dóminn í samhengi við sjúklinginn. Hann var „kh'nískur" læknir, dregið af gríska
orðinu „kline“ sem þýða má sem rúm.“ Vísar þetta til læknis sem stundar sjúkl-
inginn við rúmstokkinn. Hinn klíníski læknir er því fyrst og fremst sá sem sinnir
hinum veika sjúklingi. Hann skilur hvernig „þessi sjúkdómur" hefúr áhrif á „þessa
manneskju".
Þriðji þátturinn sem einkenndi læknisfræði Hippokratesar var Hippokratesar-
eiðurinn21 en með honum var lagður grandvöllur að myndun fagstéttar. Það sem
einkennir lækninn sem fagmann er að hann ber virðingu fyrir faginu og lofar að
hafa ávallt heill sjúklingsins að leiðarljósi. Hippokrates lagði áherslu á að einungis
með því að leggja líf sitt í starfið mætti ná árangri og stuðla að heilbrigði sjúkl-
ingsins.22
Báðir þessir þræðir læknisfræðinnar, hinn kristni þráður og hinn hippokratíski,
sýna okkur að læknirinn er sá sem sinnir sjúkum. Þetta er í eðli sínu „klínísk“
grein, hún skoðar ekki bara sjúkdóminn heldur sjúklinginn í hcild sinni, finnur
einkennin, greinir þau og leitast við að lækna þau. Læknirinn þarf einnig að starfa
á þann máta að honum sé treyst, því hann þarf að taka á sig ábyrgð á þeim sem
þurfa aðstoð.23 Hann varðar ekki um það hver sjúklingurinn er, hann er fyrst og
fremst að svara kalli þeirra sem þjást og eru veikir. I læknisstarfinu má finna
spennu á milli annars vegar náttúravísinda sem að hluta til má rekja til hins
greinandi arfs Grikkjanna og hins vegar hins kristna trúararfs sem dregur fram
hina h'knandi áherslu. Fyrir nemanda sem leggur stund á læknisfræði birtist þetta
á þann veg að hann þarf að byrja á að ná tökum á efnafræðinni, eðlisfræðinni,
líffærafræðinni og sjúkdómafræðinni. Hann þarf að skilja efnið og læra þá ferla og
það kerfi sem hlutirnir eiga að fylgja. Einkennin, greiningarnar og svo meðferðina.
Það er mikilvægt að hann að láti ekki staðar numið hér heldur geri sér grein fyrir
því að læknisstarfið felur í sér meira. I síðari hluta námsins og þegar starfið sjálft
hefst verður það enn skýrara að viðfangsefni hans era ekki framur og efnaferlar
eins og námið í byrjun gefur til kynna heldur Ufandi manneskjur með tilfinningar,
langanir og vilja. Honum lærist einnig að hlutirnir fara ekki alltaf eins og þeir eiga
að fara, það er mikill munur á hinu dauða og hinu lifandi. í einhverjum skilningi
býr maðurinn yfir bæði kkama og sál.Til að ná árangri í starfi þarf læknirinn því
að verða læknir, það væri á allra færi sem á annað borð gátu tileinkað sér fræðin. (Sjá nánar
umfjöllun Valdemars Steffensen, Hippokrates, s. 8—n.)
20 Nuland, Doctors, s. io.
21 Sjá t.d. Valdemar Steffensen, Hippokrates, s. 39-40.
22 Sama rit, s. 41-42.
23 Þessi hugmynd hefur frá upphafi verið grundvöllur að starfi læknisins. Sjá Nuland, Doctors,
s. 23-29, og Hippokratesareiðinn sjálfan. Þetta er einnig skýrt í siðareglum lækna í dag,
sjá sérstaklega 8. grein: „[...] Læknir ber ábyrgð á greiningu og ráðleggingum um meðferð
sjúklings en sjúklingur veitir lækni nauðsynlegar upplýsingar um heilsufar sitt og ástand."