Hugur - 01.06.2009, Page 40

Hugur - 01.06.2009, Page 40
38 Astríður Stefánsdóttir - starfi þeirra fylgi ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi Læknirinn er því nú sem áður í starfi sínu að fást við sjúklinginn. Hvort sem starf hans snýr að einstaklingi eða samfélagi þá skilgreinir hann viðfang sitt í því ljósi. Við móttöku sjúklingsins er honum tamara að benda á allt í fari þeirrar manneskju sem er athugavert og þá í hverju veikleikar hennar felast, vitanlega með það að leiðarljósi að leiðrétta það, draga úr þjáningunum og koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Læknir lítur á starf sitt sem baráttu gegn sjúkdómum. Ein leið til árangurs í slíkri baráttu er að lækka tíðni sjúkdóma í samfélaginu. I samfélagi þar sem litið er á Downs heilkenni sem sjúkdóm virðist því eðlilegast að stefna að lækkaðri tíðni þess í samfélaginu. Dæmi sem mætti tengja þessu viðhorfi má sjá í orðum Hildar Harðardóttur læknis í Læknablaðinu en þar segir hún: Algengasti litningagalli meðal lifandi fæddra barna er þrístæða 21 en af þeim er helmingur með hjartagalla. Lífslíkur eru góðar en mismikil and- leg fötlun er ávallt fyrir hendi. Ef um aðra litningagalla er að ræða hjá fóstri, svo sem þrístæðu 13 og þrístæðu 18, þá endar meðgangan oft með fósturláti [...]. Það er því ljóst að barn með þrístæðu 21 hefúr meiri og langvinnari áhrif á líf fjölskyldna sem þau fæðast inn í samanborið við börn með ýmsa aðra litningagaUa.28 Með þessum orðum virðist Hildur gefa í skyn að sérstaklega mikilvægt sé að skima fyrir þrístæðu 21 einmitt vegna þess að þau börn lifa og þau sé ekki hægt að lækna. Það mætti því álykta í framhaldinu að það sé einkar mikilvægt að eyða einmitt slíkum fóstrum strax á meðgöngu og hindra að þau fæðist. Þannig megi fækka tilfellum í samfélaginu og berjast gegn sjúkdómnum. Einmitt vegna þess- arar afstöðu og sýnar læknisfræðinnar á fötlun sem sjúkdóm einstaklingsins hefur hún verið gagnrýnd af fylgismönnum fötlunarfræðinnar.29 Læknisfræðin hefúr verið gagnrýnd fyrir að hindra einstaklinga með fötlun í að njóta sín eins og þeir eru og leitast í sífellu við að breyta þeim í átt að „hinu eðlilega". I framhaldinu er því gjarnan slegið fram að afstaða margra lækna til fósturrannsókna birti einmitt kúgun gagnvart einstaklingum með fötlun. Með fósturrannsóknum sé verið að leita sérhæft að einstaklingi með fötlun, oftast Downs heilkenni, í þeim eina til- gangi að meina honum að fæðast. Gagnrýni á þetta viðhorf má til dæmis sjá í stefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar en þar segir: Fósturskimun skal beitt í þjónustu lífsins en ekki í þeim tilgangi að eyða fóstrum vegna frávika. Landssamtökin Þroskahjálp telja það ekki verkefni 27 Siðaregtur Lœknafélags Islands. 28 Hildur Harðardóttir, „Þróun fósturgreiningar“. 29 Sjá útlistun á hinu læknisfræðilega sjónarhorni á fötlun í grein Rannveigar Traustadóttur, „Fötlunarfræði“, s. 24-29. Sjá einnig nánari umfjöllun um efnið hjá Dóru S. Bjarnason, „PrivateTroubles or Public Issues?The Social Construction of‘The Disabled Baby’," í Susan L. Gabel og Scot Danforth (ritstj.), Disability and tbe Po/itics ofEducation, New York: Peter Lang, 2008.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.