Hugur - 01.06.2009, Page 42

Hugur - 01.06.2009, Page 42
40 Astríður Stefánsdóttir hugsjúkur vegna þessa fæðingarbletts og vill allt til vinna að losa konu sína við hann. Einungis með því að fjarlægja blettinn verði hún fullkomin. Hann er frægur vísindamaður og fer nú öll orka hans í að finna leið, með aðferðum vísindanna, til að fjarlægja blettinn. Fer svo að lokum að hann þróar drykk sem hún á að drekka og mun þá bletturinn hverfa. Til að gera langa sögu stutta gengur það allt eftir. Georgiana bergir á drykknum og bletturinn hverfur. Aylmer eignast loks full- komna eiginkonu, eiginkonu sem er svo fögur að enginn blettur er á. En um leið deyr Georgiana af völdum drykksins. Saga Hawthornes fjallar um mannlegan ófullkomleika og afstöðu okkar til hans. Fæðingarbletturinn er, eins og Aylmer orðar það, „sýnilegt merki um jarðneskan ófullkomleika" og það er þessi jarðneski ófullkomleiki sem andúð Aylmers beinist að. Það er hann — særanleikinn, erfiðleikarnir, ósamræmið, dauðleikinn, og svo framvegis - sem Aylmer vill afmá hvað sem það kostar. Það sem hann er ekki reiðubúinn að horfast í augu við er að ófullkomleikinn er óaðskiljanlegur hluti mannlegrar tilveru og í einhverjum mikilvægum skilningi lykillinn að því besta í mannlegu lífi. Þetta kemur fram í lokaorðum Georgiönu á dauðastundu hennar þegar bletturinn er horfinn en líf hennar er að fjara út: „Vesalings Aylmer minn!“ hvíslaði hún. „Vesæll? Nei, ríkastur, hamingjusamastur, bestur!“ hrópaði hann. „Mín óviðjafnanlega brúður, þetta tókst! Þú ert fullkomin!“ „Vesalings Aylmer minn,“ endurtók hún, með ofurmennskri blíðu, „þú stefndir hátt; athafnir þínar voru göfugmannlegar. Iðrastu ekki, með svo máttugri og göfugri tilfinningu hefur þú hafnað því besta sem jörðin gat boðið. Aylmer, minn kærasti Aylmer, ég er að deyja!“33 Gagnrýnin á læknisfræðina gerir ráð fyrir að í henni felist í sömu tilhneigingar og hjá unga vísindamanninum í smásögunni. Hin læknisfræðilega sýn einblíni á ófullkomleikann, sjúkdóminn. Hún eigi erfitt með að bera kennsl á styrkleika manneskjunnar og fegurð þrátt fyrir að hún sé ekki fullkomin. Stundum gangi þetta svo langt að ef ekki er hægt að „fjarlægja fæðingarblettinn“, ef hann er sam- ofinn manneskjunni sjálfri eins og í tilvikum einstaklinga með Downs heilkenni, þá sé betra að eyða fóstri og koma í veg fyrir að sh'kur einstaklingur fæðist. Það sem hér virðist gefið í skyn er að við eigum umfram allt að forðast allt það sem gæti gert h'f okkar erfitt, allt sem gæti skapað óþarfa þjáningu. Við eigum að gera það hvað sem það kostar, jafnvel þótt það kosti það að eyða fóstri á 20. viku með- göngu, þegar það er í raun nánast orðið lífvænlegt utan líkama móður. Ef við gefum okkur það að fæðing barns með Downs heilkenni myndi þýða meiri erfið- leika og hugsanlega meiri þjáningar fyrir fjölskylduna en fæðing barns sem ekki er með Downs heilkenni, myndi slíkt réttlæta það að barnið ætti ekki að lifa? Ég vil þó taka fram að sú fullyrðing sem hér er sett fram um að líf barna með Downs heilkenni og fjölskyldna þeirra sé erfiðara og þjáningarfyllra en líf annarra barna og fjölskyldna er í raun mjög umdeild. Það eru einmitt sterk rök sem hníga að 33 Sama rit, bls. 130.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.