Hugur - 01.06.2009, Síða 54
HuGUR | 21. ÁR, 2009 | S. 52-62
Ásta Kristjana Sveinsdóttir
Fólkstegundir
Um veitingu félagslegra eiginleika
Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum,jafht sem annars staðar, um
hvort ýmis fyrirbæri eru félagsgerð (e. socially constructed). Stundum er spurningin
þekldngarfræðileg, þ.e., snýst um hvort og að hvaða leyti hugmyndir fólks eða
þekking þess á viðkomandi fyrirbærum eru mótaðar af félagslegum aðstæðum; en
stundum er hún frumspekileg og snýst um hvort tilvera eða eðli þessara fyrirbæra
séu félagsgerð. Ekki er alltaf gerður greinarmunur á þessu og vill stundum verða
svo að fram séu sett rök fyrir þekkingarfræðilegu stöðunni, en frumspekilegar
niðurstöður svo af því dregnar. Er þetta miður, en ekki skal farið nánar út í þá
sálma hér. Fyrirbærin sem um ræðir geta verið af ýmsum toga, til dæmis hlutir,
hugtök, eiginleikar, flokkar og tegundir. A þessum síðum ætla ég einungis að ræða
um félagsgerð í frumspekilega skilningnum og einskorða mig við það þegar fólks-
tegundir1 eru sagðar félagsgerðar. Hér legg ég fram kenningu um hvernig beri að
skilja þá staðhæfingu að ákveðin fólkstegund sé félagsgerð, og set þar að auki fram
skoðanir á frumspekistöðu kyns og kynferðis.2
Veittir eiginleikar: Evpýfrón og Sókrates
í umræðunni um hvort fyrirbæri séu félagsgerð er ómur af eldri umræðu sem snýst
um hvort fyrirbærin séu háð manneskjunni og gjörðum hennar, hugsunum, hug-
takamynstri, eða tungumáli. Þar höfum við annars vegar hluthyggju og hughyggju
og hins vegar hluthyggju og nafnhyggju/hugtakahyggju. í stórum dráttum má
segja að hluthyggju- og nafnhyggjusinna greini á um hvað er til en hluthyggju- og
1 Á ensku ,human kinds'. Ekki er hér tekin afstaða til þess hvort til séu náttúrutegundir.
2 í þessari grein dreg ég að mér efni úr þremur öðrum greinum mínum: „Essentiality Con-
ferred", Phitosophical Studies, 140: 135-148 (2008), „The Metaphysics of Sex and Gender“,
í Charlotte Witt (ritstj.), Feminist Metaphysics (Springer, væntanleg) og „Human Kinds
Conferred“, óbirt. Utfærslu á hugmyndum um veitta eiginleika er að finna í doktorsritgerð
minni, Siding with Eutbyphro: Response-Dependence, Essentiality, and the Individuation of
Ordinary Objects (MIT, 2004).