Hugur - 01.06.2009, Side 55
Fólkstegundir
53
hughyggjusinna greini á um eðli þess sem til er, og sjáum við hvort tveggja í um-
ræðunni um félagsgerð. Þar sjáum við hluthyggjusinnann halda því fram að tilvist
og eðli fólkstegunda sé óháð félagslegum aðstæðum, hugtökum og tungumáli: það
hafa alltaf verið til neytendur, samkynhneigt fólk, eða hvítt fólk, jafnvel þótt ekki
hafi verið hugtök eða orð yfir þau. Andstætt þessu heldur félagsgerðarsinninn
(hughyggju-/nafnhyggju-/hugtakahyggjusinninn) því fram að fólkstegundir séu
háðar þjóðfélagsformi, og náttúrulegum og tæknilegum aðstæðum, og ekki síst því
að hugtök og lýsingar á þeirri manngerð séu til staðar.Til dæmis er ekki hægt að
vera neytandi nema í hagkerfi þar sem neytendum eru ætluð hlutverk og þar sem
hugtakið neytandi er til staðar og fólk getur litið á sjálft sig sem neytanda.
Hér fléttast saman nokkur flókin viðfangsefni en ég held að hugmyndin um
veitta eiginleika geti hjálpað okkur til að útfæra þá hugmynd að fólkstegundir séu
félagsgerðar. Snúum okkur nú að þessari hugmynd.
I Evþýfróni Platóns spyr Sókrates Evþýfrón: er gjörð manneskjunnar guðþókn-
anleg vegna þess að hún fellur guðunum í geð, eða fellur hún þeim í geð vegna
þess að hún er guðþóknanleg? Evþýfrón heldur því fyrst fram að guðþóknanleik-
inn felist í því að guðunum sé hún þóknanleg - eða eins og ég mundi orða það, að
guðirnir veiti gjörðinni eiginleikann að vera guðþóknanleg með velþóknun sinni
- enda þótt hann síðar láti Sókrates máta sig, eins og Sókratesar var siður. Þá sam-
sinnir hann Sókratesi og viðurkennir að guðþóknanleikinn sé tilvistarlega óháður
guðunum3 og velþóknun þeirra, og að guðirnir einfaldlega sjái þegar fólk hagar sér
guðþóknanlega og þá kvikni væntumþykja í brjósti þeirra.
Það er nú ekki ætlunin að við skiptum okkur af deilum þeirra Evþýfróns og
Sókratesar og ekki heldur að við veltum okkur sérstaklega upp úr því guðþókn-
anlega. Það sem skiptir máli hér er munurinn á veittum eiginleikum og óveittum.
I stórum dráttum er hægt að segja að veittir eiginleikar séu þannig að hlutir hafi
þá fyrir tilstilli einhvers konar gerenda, hvort sem það eru nú grískir guðir, einstaka
manneskjur, hópar, eða þjóðfélagið í heild.
Sumir eiginleikar eru klárlega veittir; um aðra má deila. Einnig má deila um
hvernig veiting eiginleikanna fer fram, enda þótt ekki séu áhöld um að þeir séu
veittir. Að vera vinsæll er dæmi um eiginleika sem augljóslega er veittur: einhver
er vinsæll vegna þess að annað fólk ber ákveðnar tilfinningar til hans; það að fólk
beri þessar tilfinningar í brjósti veitir viðkomandi eiginleikann að vera vinsæll.
Þegar fólk gengur í hjónaband eða fær háskólagráðu þá eru eiginleikarnir að
vera giftur eða að vera BA veittir með einni málgjörð, nefnilega yfirlýsingu. Þannig
lýsir dómari eða prestur því yfir að einhverjir tveir einstaklingar séu nú hjón og
rektor lýsir því yfir að nú sé viðkomandi nemandi BA. En veiting eiginleika þarf
ekki að fara fram með orðgjörð einni saman. Margir eiginleikar sem skipta félags-
lega miklu máli eru þess eðlis að veitingin fer stöðugt fram og gjarnan á mjög
ómeðvitaðan hátt.
Stundum eru ákveðin viðmið til staðar þegar eiginleiki er veittur. Til dæmis
reynir dómari í fótbolta að meta það hvort tekist var á innan vítateigs á óleyfilegan
3 Þannig að eitthvað gæti verið guðþóknanlegt jafnvel þótt engir guðir væru til.