Hugur - 01.06.2009, Page 60
58
Asta Kristjana Sveinsdóttir
kynhlutverk, eða hafa ákveðna kynhneigð og þess vegna getur hún tahst til eins
kynferðis við einar aðstæður og annars við aðrar aðstæður.9 Við sumar aðstæður
getur verið að hún passi bara alls ekki inn og sé utanvið, hvort sem því fylgir
útskúfun eður ei. Hér er tiUagan í stórum dráttum:
Eiginleiki: að vera kona, karlmaður, trans
Hver. hópur fólks við aðstæður A
Hvað: að sýnast hafa viðmiðunareiginleikann V
Hvenær. við aðstæður A
Viðmið: hvert viðmiðið er fer eftir aðstæðum. Við sumar aðstæður er það
kynstaða, við aðrar hlutverk í líkamlegri æxlun, verkaskipting, líkams-
tjáning og fleira.
Samkvæmt þessu er ekkert eitt kynferði konur og annað karlmenn (og þriðja og
fjórða ef þörf er á), heldur er það afar aðstæðubundið hvort viðkomandi einstakl-
ingur er kona eða karlmaður. Auðvitað getur það verið að margir hverjir teljist
konur eða karlmenn við allar aðstæður sem þeir finna sig í en það er þá vegna þess
að þeir sýnast hafa eiginleikana sem eru viðmiðið í hvert skipti.
Það að kynferði sé félagsgert er ekki umdeilt. Hvernig beri að skýra hvað það sé
er annað mál. Hér hefur verið lagt til að það að kynferði sé félagsgert beri að skilja
sem svo að það að vera af einhverju ákveðnu kynferði sé veittur eiginleiki og eigin-
leikinn sé veittur við ákveðnar aðstæður þar sem ákveðin viðmið eru höfð í huga.
Að kyn sé líka veittur eiginleiki er umdeildara. Snúum okkur að því.
Veiting kyns
Samkvæmt hugmyndum Beauvoir er kyn náttúrulegt fýrirbæri, en kynferði
félagsleg túlkun þess. Þegar líta skal á líffræðilegar leiðir til að skipta fólki eftir
kynjum kemur í ljós að þar er ekki um skýrar línur að ræða.10 Við höfum þrjár
leiðir helstar til að greina í kyn:11
9 Hér væri hægt að nefnaýmis dæmi. Vinur minn, Agustín Rayo, sagði mérfrá því þegar hann
fór með móður sinni, Julietu Fierro, sem er frægur stjörnufræðingur og sjónvarpsstjarna, í
heimsókn til frændfólks þeirra í Mexíkó. Þar var siður að kvenfólkið hæfist snemma handa
við matreiðslu en karlpeningurinn settist og drykki bjór og tekíla og horfði á fótbolta.
Þegar tekið var til við að snæða borðuðu mennirnir á undan og kvenfólkið ekki fyrr en karl-
mennirnir allir og börnin höfðu snætt. Julieta Fierra passaði inn í hvorugt hlutverkið sem í
boði var. Að endingu settist hún með körlunum, en aldrci var heimsóknin endurtekin. Ég
túlka þetta sem svo að Julieta hafi ekki passað inn í þau kynferði sem í boði voru þar sem
hún sinnti verkum sem gengu þvert á viðmiðin. Hins vegar eru til aðstæður í Mexíkóborg,
þar sem Julieta Fierro býr, þar sem það að vera frægur stjörnufræðingur gengur ekki þvert á
viðmiðin þegar kynferði er veitt og þar getur Julieta verið kona.
10 Það að ekki sé um skýrar línur að ræða hvað varðar marga meinta líkamlega eiginleika vekur
að mínu mati þá spurningu hvort eiginleikarnir séu í raun og veru líkamlegir. Hvaða tilgangi
þjónar flokkunin sem um ræðir? Hverjir hagnast á henni? Þetta eru spurningar sem vert er
að spyrja.
n Anne Fausto-Sterling, Sexing the Body: Gender politics and the structure ofsexuality (New
York: Basic Books, 2000) og „The Five Sexes: Why male and female are not enough", The
Sciences: 20-24 (mars/apríl 1993).