Hugur - 01.06.2009, Page 61
Fólkstegundir
59
Eftir virkum kynfærum: tveir stærstu ílokkarnir hafa fólk sem aðeins er
með virk kvenkynfæri annars vegar og aðeins með virk karlkynfæri hins
vegar, en svo eru sumir með virk kvenkynfæri og einhver óvirk karkynfæri,
virk karlkynfæri og einhver óvirk kvenkynfæri, og svo bæði virk karl-
kynfæri og kvenkynfæri.
Eftir kynlitningum: XX, XY, XXYY, XXY, XYY, XO, 47XXX.
Eftir hormónahlutfalli: hlutfall kynhormóna.
Langflestir einstaklingar flokkast sem kvenkyns eða karlkyns hvaða flokkunar-
aðferð sem notuð er. Hins vegar er það svo að ekki er nóg með að þessar þrjár
aðferðir við að flokka í kyn skilji ekki eftir tvö kyn, þ.e. karlkyn og kvenkyn, heldur
ber staðalfrávikum ekki saman. Þannig getur manneskja sem víkur frá norminu
hvað varðar kynhtninga verið algerlega normal hvað varðar hormónahlutfall eða
kynfæri og þar fram eftir götunum. Líffræðingurinn Anne Fausto-Sterhng heldur
því fram að u.þ.b. 1,7 prósent af fólki hverfi frá norminu að einhverju leyti.12
Fyrst líffræðileg flokkun er ekki skýr, en hins vegar er fólk annað hvort skráð
sem kvenkyns eða karlkyns á öllum opinberum pappírum, þá liggur beinast við að
spyrja hvers konar flokkun kynflokkun sé og hvers konar tegundir kyn séu. Og þá
spyr ég: hvers konar fyrirbæri skýrir kynstaða? Skýrir kyn nokkurn tímann líf-
fræðilega eða líkamlega hluti? Eða skýrir það bara ýmislegt félagslegt eða sál-
fræðilegt, t.d. félagslega stöðu, viðmót annarra og þess háttar? Grunur leikur á að
svo sé. Tökum sem dæmi það að einhverjir tveir einstakhngar hafi getið og borið
barn. Það er ekki kynstaða einstaklinganna sem skýrir það. Það sem skýrir það er
að þessir einstakhngar höfðu ákveðna aðra líkamlega eiginleika, svo sem virk kyn-
færi af ákveðnu tagi og líkamlegt ferli þeirra var í ákveðnum fasa, og einstakl-
ingarnir hegðuðu sér svo á ákveðinn hátt með þessum afleiðingum. Kynstaða hefur
ekkert með það að gera.
Hér er sem sé almenn aðferðafræðileg tillaga sem ég ætla ekki að rökstyðja
nánar: ef eiginleiki skýrir félagslega stöðu eða fyrirbæri en ekki náttúrulega þá er
það góð ástæða til að velta fyrir sér hvort eiginleikinn sé kannski eftir aht saman
félagslegur, en ekki náttúrulegur.
Það sem getur viht um fyrir manni er að gjarnan er til viðmiðunar einhver nátt-
úrulegur eiginleiki. Nákvæmlega það held ég að sé um að ræða þegar kemur að
kyni. Ég held að það að vera af kvenkyni eða karlkyni sé veittur eiginleiki (meira
að segja lagalegur eiginleiki), þar sem viðmiðin eru ákveðnir Ukamlegir eiginleikar:
Eiginleiki: karlkyns, kvenkyns
Hver: yfirvöld eftir meðmælum lækna og foreldra við fæðingu, eða eftir
skurðaðgerð og aðra meðferð hjá eldra fólki
12
Sjá Anne Fausto-Sterling, Sexing the Body.