Hugur - 01.06.2009, Page 65
HuGUR | 21. ÁR, 2009 | S. 63-81
Sigrún Svavarsdóttir
Hvernig hvetja siðferðisdómar?
Hvatainnhyggja. gegn hvataúthyggju
I siðfræði er það útbreidd skoðun að hvöt sé innbyggð í siðferðisdóma. Fyrsta
spurningin sem vaknar er: Hvað er átt við með því? Hvað þýðir það að hvöt sé
innbyggð í siðferðisdóm, frekar en liggi utan hans? Við skulum nálgast þessa
spurningu með því að skoða fyrst hugtakið siðferðisdómur og kanna svo hverju er
verið að halda fram um siðferðisdóma þegar sagt er að hvöt sé innbyggð í þá.
Venju samkvæmt vísar ,dómur‘ til hugræns ferlis (vitrænnar athafnar) sem er ná-
tengt því vitsmunalega ástandi að hafa skoðun á einhverju: sú skoðun að eitthvað
sé svona eða hinsegin er ferli sem liggur til grundvallar tilheigingu til að fella þann
dóm að svo sé. Sá sem fellir dóm um eitthvað er að halda því fram, í hugsun sinni
og máli, að það sé staðreynd. Að þessu gefnu ætti siðferðisdómur einfaldlega ekki
að vera annað en árétting um að eitthvað hafi tiltekin siðferðileg einkenni. En
þetta er raunar umdeild kenning meðal þeirra sem lagt hafa stund á frumspekilega
siðfræði. ,Siðferðisdómur‘ hefiir orðið að tæknilegu orði. Það er notað til að vísa til
þeirra hugrænu og málrænu gjörða sem eru grundvaUarþættir siðferðismats og eru
tjáðar með siðferðilegum orðum. Deilt er um eðli þessara hug- og málrænu gjörða.
Sumir heimspekingar telja að þær séu dómar í hinum venjulega skilningi orðsins
,dómur‘, þ.e. að með þeim sé því haldið fram að eitthvað hafi tiltekin einkenni.
Aðrir telja að eðli þeirra sé h'kara tjáningu á tilfinningum eða því að eitt sé tekið
fram yfir annað. Sú venja hefúr myndast að kalla fylgismenn fyrri skoðunarinnar
siðferðilega sanngildishyggjumenn [moral cognitivists] og hina síðarnefndu fylg-
ismenn siðferðilegrar ósanngildishyggju [moral non-cognitivism\ eða tjáhyggju
[expressivism\. Sú kenning að hvöt sé innbyggð í siðferðisdóma er því staðhæfing
um þá gerð hug- og málrænna gjörða sem eru yfirleitt tjáðar með setningum á
borð við „Þetta er siðferðilega rétt“, „Þér ber siðferðileg skylda til að hjálpa“, „Þessi
stefna er röng“, „Góðmennska er siðferðileg dygð“. Nú vaknar spurningin: hverju
er nákvæmlega verið að halda fram?
* Greinin birtist upphaflega undir heitinu „How Do Moral Judgments Motivate?“ í J. Dreier
(ritstj.), Contemporary Debates in MoralTheory (Oxford: Blackwell, 2005): 163—181.