Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 68

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 68
66 Sigrún Svavarsdóttir ingartilgátuna sem úthyggjumenn hygla og að verja greinargerð fyrir þeim sem leiðir af sér kenningu innhyggjumanna. Ég hef engin rök fram að færa sem sýna að þetta sé ekki hægt að gera. Ég lýk málflutningi mínum með áskorun til innhyggjumanna um að verja stöðu sína á slíkan efnislegan hátt. Nú vill svo til að margar greinargerðir í frumspekilegri siðfræði fyrir siðferðisdómum og siðferðishugtökum fela í sér að siðferðisdómar séu hvetjandi nema hjá fólki með víðtækar hvataraskanir. Því gæti virst auðvelt að mæta þessari áskorun. Samt sem áður er vandamál á ferðinni. Vandamáflð er að þessar greinargerðir hafa venjulega verið varðar með skírskotun í veika hvata- innhyggju. Hún hefiir verið meðhöndluð sem skilyrði þess að greinargerðir fyrir siðferðisdómum geti talist fullnægjandi. Rök mín beinast fyrst og fremst að þeirri forsendu að staða þessarar innhyggjukenningar sé svo ótvíræð að hún geti gegnt þessu aðferðafræðilega hlutverki í deilum um eðli siðferðisdóma og siðferðishug- taka. Ég mun ekki cndurflytja rök mín umfram það ágrip sem gefið hefur verið hér að ofan. Ég stend við þau og hef engu mikilvægu við þau að bæta. Ég vísa lesend- um einfaldlega á grein mína „Moral cognitivism and motivation11 (1999), sérstak- lega 3. hluta, þar sem má finna, að mínu áliti, úrslitarök gegn því að veita veikri hvatainnhyggju stöðu sjálfsagðra hugtakasanninda og skilyrðis fyrir því hvaða greinargerðir fyrir siðferðilegri hugsun og máli geti tahst fullnægjandi. I því sem á eftir fer mun ég reyna að verja mína eigin kenningu um siðferðishvöt og veita þar sérstaka athygli því áhyggjuefni að hún geti ekki gert grein fyrir því hvernig siðferðisdómar eru boðandi. Einfeldningsleg úthyggjugreinargerd fyrir siðferðishvöt Hvernig hvetja siðferðisdómar? Hér er mitt svar. Siðferðisdómar hvetja með því að virkja tiltekna viljaafstöðu til hluta sem birtast með sama hætti og dómurinn gengur út frá. Með öðrum orðum vekja siðferðisdómar hvatir til verka á svipaðan hátt og aðrir dómar og við skýrum breytileika í hlutverki siðferðisdóma í hvatn- ingu á svipaðan hátt og við skýrum sh'kan breytileika í hvatningarhluverki annarra dóma. Birtingarháttur bæði siðferðisdóma og viljaafstöðunnar sem gegnir lykil- hlutverki í siðferðishvöt er siðferðilegur birtingarháttur: það er að segja að sið- ferðishugtök eru innifalin í því safni hugtaka sem bæði siðferðisdómar og vilja- afstaðan notast við. Ég hef kallað og mun halda áfram að kaha hið síðarnefnda löngunina til að vera siðsamur. Ég legg áherslu á að hvaða siðferðishugtak sem er getur fahst í hugtakasafni þessarar afstöðu. Að hafa löngun til að vera siðsamur jafngildir því að vera annt um að gera það sem er siðferðilega verðmætt eða skyldubundið, nánar tiltekið það sem er réttlátt, sanngjarnt, heiðarlegt, o.s.frv. Ég geng út frá þeirri skoðun að hugtökin sem til staðar eru í siðferðisdómum og í siðferðishvöt séu sérstök siðferðishugtök - forsenda sem ég deili með gömlum innsæissinnum á borð við G.E.Moore, H.A. Pritchard og D. Ross.Mörgum hefur þótt þessi forsenda vafasöm. Samt sem áður ætti hún að vera sú tilgáta sem gengið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.