Hugur - 01.06.2009, Page 70
68
Sigrún Svavarsdóttir
ur ekki til hvatar af siðferðisdómum sínum aðeins til að sýnast eða vegna annarra
stundarhagsmuna - þá gegni löngunin til að vera siðsamur hlutverki í hvatakerfi
viðkomandi.
Einfeldningslega greinargerðin varin
En af hverju að gera ráð fyrir því? Hví skyldum við ganga út frá lönguninni til að
vera siðsamur sem skýringunni á siðferðishvöt? Breytileiki siðferðishvatar kallar
við fyrstu sýn á þessa skýringartilgátu. Þau áhrif sem siðferðisdómar hafa á íhugun
okkar og athafnir eru afar misjöfn. Sumt fólk gerir nánast alltaf það sem það telur
siðferðilega rétt eða gott jafnvel þegar það kemur niður á öðrum hagsmunum þess.
Aðrir hafa nánast aldrei styrk til að gera það sem þeir telja siðferðilega rétt, jafnvel
þótt þeir kæri sig ekki kollótta um siðferði. Heilt litróf er þarna á milli - litróf
fólks sem finnur fyrir mismikilli hvöt af siðferðisdómum sínum. Þá eru það þeir
kaldhæðnu sem viðurkenna að hegðun þeirra hafi siðferðilega vafasamar afleið-
ingar en kæra sig kollótta. Þeir þjást ekki af neinu samviskubiti. Og svo eru jafnvel
til siðferðilegir niðurrifsmenn sem af ásettu ráði og með fiillri vitund fylgja því
sem þeir viðurkenna að sé siðferðilega rangt, eða slæmt, og gera það einmitt af
þeim sökum. Það er líka mjög misjafnt hve mikið fólk hneigist til að hugsa á sið-
ferðilegum nótum bæði við ákvarðanatöku og undir öðrum kringumstæðum og
eins hvaða áhrif þessar hugsanir hafa á fólk, ekki aðeins á hvatir þess heldur h'ka
tilfinningar. Og að lokum má oft finna sh'kan breytileika í siðferðishvöt sama ein-
staklings á mismunandi tímum: sumt fólk verður sífellt kaldriíjaðra í siðferðis-
málum, aðrir upplifa siðferðilega vakningu, en líklega er algengast að fólki sé að
einhverju marki umhugað um siðferði alla ævi þótt það sveiflist til hversu mikið
það er.
Þennan breytileika þarf að einhverju leyti að skýra með heildarmun á andlegu
ástandi þessa fólks eða sama einstaklings á mismunandi tímum. Ef við einblínum
núna á fólk sem fellir áþekka siðferðisdóma hlýtur munurinn að felast í hvatakerfi
þess. Tilgátan sem virðist hggja beinast við er að viljaafstaða í sambandi við sið-
ferðisdóma sé til staðar hjá flestum en ekki öllum þessara einstaldinga. Enn fremur
er þessi afstaða breytileg frá einum einstaklingi til annars að því leyti að hvötin
sem af henni stafar, þegar hún er í sambandi við siðferðisdóma, er missterk. Ann-
an og skyldan mun má finna á tilfinningalegum og vitsmunalegum hneigðum.
Þeir sem hafa þessa afstöðu eru líklegri til að gefa siðferðismálum gaum og sýna
við þeim tilfinningaviðbrögð - alla vega líklegri en þeir sem hafa hana ekki. Enn
fremur er einhver fylgni milli þess annars vegar hve mikið einstaldingurinn hneig-
ist til að gefa siðferðismálum gaum og hve sterk tilfinningaviðbrögð hans við þeim
eru og hins vegar hversu sterk hvöt stafar af þessari afstöðu. (Ekki er þar með sagt
að aðrir þættir hafi ekki áhrif á vitsmunalegar, tilfinningalegar og hvatatengdar
hneigðir, til dæmis skapgerðarþættir eins og gleymni, tilhneiging til þunglyndis,
taumhald á tilfinningum og svo framvegis.) Þess konar viljaafstöðu hef ég í huga
þegar ég tala um löngunina til að vera siðsamur.