Hugur - 01.06.2009, Page 84
HuGUR | 21. ÁR, 2009 | S. 82-93
Peter Singer
Hungursneyð,
velmegun og siðferði*
Á meðan ég skrifa þessi orð, í nóvember 1971, deyr fólk úr hungri í Austur-Bengal
vegna skorts á mat, húsaskjóli og læknisaðstoð. Þjáningarnar og dauðsföllin sem
eiga sér þar stað eru ekki óumflýjanleg eða óhjákvæmileg líkt og um forlög væri
að ræða. Varanleg fátækt, hvirfilbylur og borgarastyrjöld hafa hafa valdið því að
níu milljónir manna, að minnsta kosti, eru orðnar að allslausum flóttamönnum.
Samt sem áður er það ekki svo að velmegandi þjóðir gætu ekki veitt nægjanlega
aðstoð til að draga allverulega úr frekari þjáningum. Ákvarðanir og viðbrögð okkar
mannanna geta komið í veg fyrir slíkar þjáningar. Því miður höföm við ekki tekið
þær ákvarðanir sem eru nauðsynlegar. Með sárafáum undantekningum heför fólk
ekki brugðist við ástandinu á afgerandi hátt. Almennt séð hafa menn ekki gefið
háar fjárhæðir til hjálparstofnana; þeir hafa ekki skrifað þingmönnum sínum til
að krefjast aukinna opinberra styrkja; þeir hafa ekki farið í kröfögöngur á götum
úti, efnt til táknrænna hungurverkfaUa eða brugðist við á neinn annan hátt til að
tryggja að flóttamennirnir geti föllnægt grunnþörföm sínum. Engin ríkisstjórn
heför veitt það háa fjárhagsaðstoð að flóttamennirnir gætu lifað af henni lengur
en í örfáa daga. Sem dæmi má nefna að Bretar hafa gefið heldur meira en flestar
aðrar þjóðir. Nú þegar hafa þeir veitt 14 milljónir og 750 þúsund pund.Til saman-
burðar má geta þess að kostnaður Breta í samstarfinu við Frakka um smíði Con-
corde-þotunnar er nú þegar kominn 275 milljónir punda fram úr áætlun og mun
nema 440 milljónum punda samkvæmt síðustu spám. Þetta bendir til að breska
ríkisstjórnin telji að farartæki sem ferðast getur á hljóðhraða sé þrjátíu sinnum
meira virði en líf níu milljón flóttamanna. Ástralía er annað dæmi um land sem er
ofarlega á lista þeirra landa sem gefið hafa hvað mest af fé til Austur-Bengal mið-
að við höföatölu. Aðstoðin sem Ástralir hafa veitt nemur hins vegar minna en
einum tólfta hluta af kostnaðinum við nýja óperuhúsið í Sydney. Heildarupp-
hæðin sem gefin heför verið er nú 65 milljónir punda. Áætlaður kostnaður við að
halda flóttamönnunum á lífi í eitt ár nemur 464 milljónum punda. Meirihluti
* Greinin birtist upphaflega irið 1972 sem „Famine, Affluence, and Morality" í Philosophy and
Public Affairs, 1(1): 229-243.